Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-3.4 C
Reykjavik

Matthías er látinn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Matthías Johannessen, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins og skáld, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi í gær, 94 ára að aldri. Matthías ritstýrði Morgunblaðinu frá 1959 til árs­loka 2000, eða í 41 ár – lengur en nokkur annar. Morgunblaðið greindi frá andláti hans.

Matthías var fæddur 3. janúar 1930 og var sonur hjón­anna Har­ald­ar Johann­essen aðal­féhirðis Lands­bank­ans og Önnu Jó­hann­es­dótt­ur Johann­essen, hús­móður.

Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1950 og kandídatsprófi í íslenskum fræðum, með bókmenntir sem aðalgrein, frá Háskóla Íslands.

Árið 1951 hóf Matthías störf, sem blaðamaður, hjá Morgunblaðinu samhliða námi, þá 21 árs að aldri.

29 ára gamall var hann ráðinn ritstjóri blaðsins. Þar tók hann við ritstjórastöðu við hlið Valtýs Stefánssonar, dr. Bjarna Benediktssonar og Sigurðar Bjarnasonar frá Vigur. Síðar starfaði hann með Eyjólfi Konráð Jónssyni og Styrmi Gunnarssyni.

„Matth­ías var ekki maður ein­ham­ur, en í hon­um bjuggu rit­stjór­inn og skáldið í sátt og sam­lyndi. Hann nýtti sér skáld­gáf­una á síðum blaðsins, þar sem viðtöl hans við merk­is­fólk af öll­um stig­um nutu verðskuldaðra vin­sælda. Hann leit á Morg­un­blaðið sem menn­ing­ar­stofn­un ekki síður en út­breidd­asta og grein­ar­besta fréttamiðil þjóðar­inn­ar: blað allra lands­manna,“ segir í tilkynningu miðilsins.

- Auglýsing -

Hann gegndi mörgum trúnaðarstörfum, ber þar helst að nefna í stjórn Hins íslenska bókmenntafélags, innan Sjálfstæðisflokksins, Stúdentaráðs HÍ og Blaðamannafélagsins.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -