Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.8 C
Reykjavik

Matthildur er látin

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Matthildur Jónsdóttir, hárgreiðslumeistari og fv. prestfrú í Laufási, er látin 87 ára að aldri.

Akureyri.net segir frá andláti Matthildar en hún var fædd í Kaupmannahöfn þann 2. janúar árið 1936. Andaðist hún á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut á nýársdag, degi fyrir 88. afmæisdaginn.

Fram kemur á Akureyri.net að Matthildur hafi slitið barnsskónum í Vesturbæ Reykjavíkur en hún átti níu systkini. Foreldrar hennar voru Jón Friðrik Matthíasson loftskeytamaður og Jónína Jóhannesdóttir húsfreyja. Eftir að Matthildur nam háriðn og lauk meistaraprófi í faginu, rak hún um tíma sína eigin hárgreiðslustofu í Skeiðarvogi í Reykjavík auk þess sem hún greiddi leikurum í gamla Iðnó við Tjörnina. Árið 1962 giftist Matthildur Bolla Þóri Gústavssyni, sóknarpresti í Hrísey, síðar í Laufási og loks vígslubiskupi á Hólum. Áttu þau hjónin fallega og sólríka samfylgd eins og það er orðað á Akureyri.net. Sér Bolli lést 27. mars árið 2008 eftir tíu ára erfið veikindi.

Eignuðust þau Bolli og Matthildur sex börn, þau Hlín, Jóna Hrönn, Gústav Geir, Gerður, Bolli Pétur og Hildur Eir en Matthildur var mikil fjölskyldukona og kærleiksrík móðir. Þá var hún bókhneigð og las mikið alla tíð og fylgdist náið með íslenskum stjórnmálum og stóru heimsmálunum. Hafði hún sterkar skoðanir og mikla réttlætiskennd.

Talaði Matthildur oft um þá lukku að hafa fengið að búa með barnahópinn sinn í hinum fallega stað, Laufási.

Útför Matthildar fer fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ næstkomandi mánudag 8. janúar klukkan 13.00, þaðan sem séra Bolli var jarðsunginn. Jarðsett verður í Laufáskirkjugarði, í hennar heimasveit.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -