Laugardagur 16. nóvember, 2024
-2.3 C
Reykjavik

Matvælastofnun: „Við klárlega stígum inn í öll mál þar sem velferð dýra sé ógnað“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hrönn Ólína Jörundsdóttir forstjóri Matvælastofnunar segir að stofnunin stígi inn í öll mál sem tengjast illri meðferð á dýrum.

Í gær sagði Mannlíf frá ásökunum á hendur bænda á bænum Höfða í Þverárhlíð í Borgarfirði vegna illrar meðferðar á kindum. Ásakanirnar sem komu úr ýmsum áttum, þar á meðal frá dýralækni, snéru þó meira að þætti MAST að málinu og skorti á viðbrögðum við ástandinu á bænum. Þórunn Bergþórsdóttir, bóndi á bænum sagði ekkert til í ásökunum og sagði þær aðför að þeim sem búa á bænum. Fullyrði hún við blaðamann að MAST hefði gefið grænt ljós á dýrahald á bænum.

Sjá einnig: Segja MAST ekkert gera vegna illrar meðferðar á kindum: „Þetta er bara aðför að okkur“

Mannlíf sendi tölvupóst á Hrönn Ólínu Jörundsdóttur forstjóra Matvælastofnunar og spurði út í dýrahaldið á Höfða. Í svari sínu sagðist hún ekki geta veitt „sértækar upplýsingar um málefni einstakra bænda“ en fullyrti þó að MAST stígi alltaf inn í „öll mál þar sem velferð dýra sé ógnað.“

„Almennt getum við ekki veitt sértækar upplýsingar um málefni einstakra bænda. Almennt vegna mála sem er vísað til okkar, þá tökum við öllum málum alvarlega og vinnum þau þannig að ásættanleg niðurstaða kemst í málið út frá hagsmunum dýranna. Oft eru mál stór og viðkvæm og tekur tíma að leysa úr þeim en á þeim tíma er mjög vel fylgst með framgangi mála. Því miður þá eru þessar aðgerðir oft ekki mjög sýnilegar almenningi en við klárlega stígum inn í öll mál þar sem velferð dýra sé ógnað.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -