Margrét Hugrún Gústavsdóttir leikkona dáist að hugrekki allra þeirra sem stíga fram og segja frá því kynbundna ofbeldi sem þau hafa orðið fyrir. Hún segir það „augljóslega ekki fræðilegur möguleiki að allar þessar konur séu að ljúga upp á Jón“ Baldvin Hannibalsson, fyrrum ráðherra og sendiherra, sem sakaður hefur verið um slíkt ofbeldi í garð margra kvenna.
Jóns bíður nú eftir að mál sem höfðað var gegn honum verði tekið fyrir hjá Landsrétti. Nú síðast vildi Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var trúa því að enn væru að koma fram frásagnir tengdar honum. Hugrún er ánægð með Ingibjörgu:
„Ég er ánægð með hana. Það er bókstaflega absúrd hvað margir eiga enn bágt með að tala hreint út þegar kemur að ofbeldi og ofbeldismönnum. Það ávinnst nákvæmlega ekki neitt með þvi að þegja yfir því þegar einstaklingar í yfirburðastöðu misnota vald sitt gegn þeim sem eru þeim háðir með einhverjum hætti. Aldur, veikindi, starf, þjóðerni eða annað. Við búum svo sannarlega ekki til betri heim með því að kóa með vondum mönnum. Ég vil að fleiri sýni hugrekki. Taki skýra afstöðu. Það má allskonar en það má bara alls ekki níðast á minni máttar. Hvorki í stríði, kynferðis, einkamálum né öðrum málum,“ segir hún á Facebook og bætir við:
„Nei, hann er ekki í stuði til þess núna. Okkur líður ekki vel, eins og þú getur ímyndað þér,“ sagði Bryndís Schram, eiginkona Jóns Baldvins, þegar Mannlíf leitaði viðbragða við nýlegri umfjöllun um meint samband hans við 15 ára stúlku í Hagaskóla, þegar hann var þar sem kennari vorið 1970.