- Auglýsing -
Mannlíf spurði lesendur sína á dögunum hvort þeir hafi orðið varir við rottugang í hverfinu sínu í kjölfar fregna um rottugang sem herjaði á íbúa miðbæjarins.
Svöruðu tæplega 68 prósent þátttakanda könnunarinnar neitandi. Tæp 28 prósent játandi á meðan 4 prósent voru þess ekki vissir.
Í kommentakerfi miðilsins spruttu nokkrir misjafnir brandarar og vildu þar einhverjir meina að miðbæjarrotturnar fyndust víðar um borgina.
Mannlíf þakkar þátttakendum fyrir svörin.