Í nýju áliti Umboðsmanns Alþingis kemur fram að Ríkislögreglustjóra hafi verið heimilt að neita meintum nasista um inngöngu í starfsnám hjá mennta- og starfsþróunarsetri lögreglu. Mat Ríkislögreglustjóra var byggt á umsögnum starfsfólks framhaldsskóla sem greindi frá niðrandi ummælum mannsins um múslima og sagt að hann væri mögulega nasisti. Þá lægi fyrir að hann hafi mætt með hníf í skólann og að honum hafi verið vísað úr erlendum skóla vegna svipaðra atvika.
Maðurinn kvartaði til Umboðsmanns Alþingis og sagði að um væri að ræða sögusagnir frá ónafngreindum aðilum og sögurnar hefðu ekki verið bornar undir sig. Í áliti umboðsmanns er óumdeilt að atvikin hafi átt sér stað sem urðu til þess að honum var synjað en taldi hins vegar að rannsókn málsins hafi verið ábótavant. Það hafði þó ekki verið nóg að mati umboðsmanns.