Fimmtudagur 26. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Meintur banamaður í gæsluvarðhaldi til 1. júlí: „Höfum einmitt aldrei búið í jafn friðsælli götu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Maðurinn sem grunaður er um að hafa orðið öðrum manni að bana í Barðavogi í gærkvöldi, hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 1. júlí á grundvelli almannahagsmuna. Hefur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu krafist gæsluvarðhaldsins í þágu rannsóknar hennar á manndrápinu.

Kemur þetta fram í tilkynningu sem barst frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í dag.

Segir þar ennfremur að lögreglan hafi borist tilkynning um yfirstandandi líkamsárás fyrr utan hús í Barðavogi klukkan hálf átta í gærkvöldi. Var maðurinn meðvitundalaus er viðbragðsaðila komu á vettvangt og andaði ekki. Þegar í stað hófust endurlífgunartilraunir á manninum en báru þær ekki árangur. Var sakborningurinn í málinu á staðnum og var hann undireins handtekinn og fluttur á lögreglustöð. Segir lögreglan sakborning og þann látna hafa verið nágranna en að öðru leyti tengist þeir ekki.

Samkvæmt frétt DV segir manneskja sem býr á Barðavogi að sá grunaði hefði lengi sýnt af sér sérkennilega og stundum ógnandi hegðun. Hafði hann með annars verið ræddur í íbúahópi fyrir hverfið á Facebook fyrir fáeinum árum vegna þess að hann hafði verið að stunda það að sparka í hunda.

„Hann er líka stór og sver og það gerir hann meira ógnvekjandi,“ segir maðurinn í viðtali við DV og bætti við „þessi strákur hefur verið dálítil plága í hverfinu, sérstaklega fyrir nokkrum árum en ég myndi segja að hann hafi ekki verið til mikilla vandræða undanfarið. Mamma hans ræður ekki við hann og hann ætti fyrir löngu að vera kominn í eitthvert úrræði. Þetta er áfellisdómur yfir heilbrigðiskerfinu.“

Íbúar í Barðavogi sem Mannlíf ræddi við höfðu ekki tekið eftir neinu undanfarið og vissu ekki fyrr en þessi rólega gata var orðin full af lögreglubílum og sjúkrabílum.
„Ég kom bara af fjöllum. Ég kom heim hér korter í sjö og ætlaði að fá mér að borða og horfa á fréttirnar endurteknar. Svo fór ég út í eldhús að fá mér vatn að drekka og þá er bara gatan full af löggum,“ sagði karlmaður sem býr í götunni.

- Auglýsing -

„Nei, það er hús á milli sko. Þannig að við sáum ekkert. En svo höfum við verið í öllum gluggum síðan þetta gerðist,“ sagði kona sem býr nálægt húsinu þar sem harmleikurinn gerðist, aðspurð hvort hún hefði orðið var við eitthvað í gærkvöldi. Mannlíf spurði hana hvort hún hefði orðið vör við illindi eða ógnandi framkomu í hverfinu neitaði hún því. „Við fluttum hingað fyrir tæplega ári síðan en við höfum einmitt aldrei búið í jafn friðsælli og lítilli botnlangagötu áður, þannig að þetta var svolítið sérstök upplifun.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -