„Við gerum ráð fyrir að ferðamenn á árinu verði um 1,1-1,2 milljónir í ár. Við gerum ráð fyrir aðeins færri ferðamönnum í ár heldur en við gerðum ráð fyrir í haustspánni. Ástæðan fyrir því er fyrst og fremst það bakslag sem varð í faraldrinum og aðgerðum og hvaða áhrif þær hafa á sóttvarnir og ferðavilja næsta kastið,“ segir Jón Bjarki og bætir við að fyrsti þriðjungur ársins verði heldur rýr í roðinu varðandi komu ferðamanna.

Íslandsbanki spáir 4,7 prósenta hagvexti á þessu ári og býst við að fjöldi ferðamanna muni aukast. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka sem kom út í morgun.

„Sá vöxtur er að stórum hluta að þakka auknum fjölda ferðamanna og góðri loðnuvertíð. Einnig sjáum við talsverðan vöxt í eldisfiski og hugbúnaðarútflutningi og í fleiri greinum. Við munum einnig halda áfram að sjá kröftugan vöxt í einkaneyslu.“

- Auglýsing -

Jón Bjarki segir jafnframt að hann búist við mun fleiri ferðamönnum í ár heldur en í fyrra.

„Það sem er jákvætt er að ferðavilji fólks milli landa er ekki jafn næmur fyrir sveiflum í faraldrinum eins og verið hefur.