Föstudagur 27. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Meirihluti telur að Arndís Anna þurfi að axla ábyrgð: „Þetta mál er mér ekki til sóma“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Píratinn Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir var heldur betur milli tannanna á fólki um helgina en hún var handtekin á föstudagskvöldið eftir að dyraverðir á skemmtistaðnum Kiki óskuðu eftir aðstoð lögreglu. Arndís var gaf fyrst út að viðbrögð dyravarða hafi verið of sterk og að eigendur Kiki hafi beðið hana afsökunar á atvikinu.

Nútíminn greindi þá frá því að Arndís Anna hafi verið áfengisdauð á salerni staðarins en hún sagði slíkt vera rangt og einungis slúður. Í seinnpartinn í gær sendi hún þá frá sér yfirlýsingu þar sem hún gekkst við því að hafa verið of full og dónaleg.

„Þetta mál er mér ekki til sóma og mér þykir það mjög leiðin­legt. Ég var búin að drekka of mikið og brást illa við þegar dyra­verðir opnuðu hurðina á kló­sett­inu, ég var dóna­leg og streitt­ist á móti. Óháð öllu öðru, var hegðun mín ekki til fyr­ir­mynd­ar. Ég hef beðið hlutaðeig­andi af­sök­un­ar á fram­komu minni. Það eru for­rétt­indi að vera kjör­inn full­trúi, því fylg­ir ábyrgð og mér þykir leitt að hafa brugðist svona við,“ sagði þingkonan. Mannlíf lagði fram könnun í gær um málið meðal lesenda þar sem spurt var hvort Arndís þurfi að axla einhverskonar ábyrgð á málinu. Rúm 60% lesenda svöruðu því játandi.

 

Þykir þér að þingmaður Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir eigi að axla ábyrgð eftir atvik helgarinnar?

63.14%
Nei
31.23%
Veit ekki
5.62%

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -