Föstudagur 10. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Elín Lára kaupir notuð föt nema nærbuxur og sokka „Ég er alveg fatasjúk“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Elín Lára Baldursdóttir, meistaranemi í Hagnýtri Menningarmiðlun við HÍ, er neytandi vikunnar. Elín Lára er 26 ára og mun hefja störf sem aðstoðarforstöðumaður í félagsmiðstöðinni 105 í Háteigsskóla í haust. Elín býr ein í stúdíóíbúð á stúdentgörðunum á Hótel Sögu.

Gerir þú verðsamanburð á vörum og þjónustu?

Það fer algjörlega eftir vörunni! Sumir hlutir fljúga beint í innkaupakörfunum án þess að ég hugsi um það eins og nauðsynjavörur en aðrir hluti get ég látið ég malla í hausnum í marga mánuði og eru það yfirleitt stærri kaup eins og t.d. hjól eða sófi. Þó á ég það alveg til að taka hvatvísisákvarðanir inn á milli.     

Hvernig sparar þú í matarinnkaupum?

Ég reyni eins og ég get að versla aðeins í Bónus og gríp þar mikið til vörumerkja eins og Euroshopper. Ég hef tekið eftir því að í búðum eins og Krónunni er að finna ódýrar vörur líkt og í Bónus en þar verð ég svo auðveldlega heilluð af nýjum vörum og verð mjög spennt að prufa, en það getur hækkað körfuna mikið. Einnig versla ég ekkert kjöt og mjög lítið að mjólkurvörum og spara þannig heilan helling, sama á við sætindi og snakk ég sleppi því næstum alveg. Það má alveg segja að ég eyði mestum mínum tíma í grænmetisdeildinni, en kaupi þar mikið magn af grænmeti. 

Endurnýtir þú? Ertu með ráð til annarra? 

- Auglýsing -

Á mínum 7 árum á leigumarkaðnum hef ég held ég aldrei keypt mikið nýtt í íbúðina, enda bý ég við þau miklu forréttindi að eiga foreldra sem eiga mikið af fallegum húsgögnum til að lána. Einnig elska ég Góða Hirðinn og er heppin að stíllinn minn passar vel þangað inn. Ég tók einnig þá ákvörðun sem unglingur að versla aldrei föt nema þau séu „second hand“, nema nærbuxur og sokka. Ég hef staðið ágætlega við þessa ákvörðun frá því ég var unglingur en neyslumynstur mitt hefur breyst mikið síðan þá. Til dæmis á ég það alveg til að kaupa vandaðan fatnað á meiri pening þar sem þær flíkur endast lengur. Mitt helsta ráð til ykkar er að setja ekki of miklar kröfur á ykkur, ég á það til að setja mér alltof háleit markmið og ber mig niður ef ég stenst ekki við markmiðin. Þannig geri líf mitt mun erfiðara fyrir mig og ég enda alltaf á að hætta við markmiðið. Settu þér frekar raunhæf mælanleg markmið eins og t.d. að minnka neyslu á ákveðnum vöru, ekki hætta „cold turkey“. 

Hvað hefur þú í huga þegar þú kaupir mat, fatnað og gjafir?

Þegar ég kaupi mat reyni ég að kaupa íslenskt, þó ég standi alls ekki alltaf við það. Ég viðurkenni að ég ætti að horfa meira á verðmiðann en ég hef ekki enn komið því í rútínuna, ég skelli bara öllu í körfuna og fæ „sjokk“ þegar kemur að því að borga. Þegar ég kaupi fatnað þá reyni ég að kaupa „second hand“ og helst góð merki, ég hef mikinn áhuga á tísku og þekki yfirleitt merkin vel. Ég reyni að forðast alræmd „fast fashion“ merki eins og H&M, Shein ofl. En þær flíkur endast vanalega ekki lengi. Ef ég er að kaupa mér dýrari flíkur reyni ég oftast að skoða efnin en allt sem er 100% „cotton“ á það til að endast betur t.d. eitthvað sem ég þarf virkilega að taka mig á er að þó flíkin er gæðamerki og á góðu verði þá þarf ég ekki að kaupa hana, ég á ótal margar flíkur sem eru eitthvað dýrt merki sem ég fékk góðum díl á en ég hef notað flíkina kannski einu sinni. Einnig þarf ég að passa mig á magninnkaupum, fatakaupin mín eiga það að fara út fyrir öll velsæmismörk og mætti halda að það búa 10 manns inná heimilinu mínu meðað við skófjöldann… Allt samt „second hand!“ En já það er eiginlega ekki afsökun lengur í 20fm íbúð. Varðandi gjafir þá reyni ég að gefa upplifanir, óskaskrín eða gjafabréf á ákveðna staði t.d. Einnig voru foreldrar mínir með það trix að vera alltaf með gjafahillu heima en þar fóru gjafir sem var ekki fundið not fyrir eða annað ónotað dót á heimilinu sem hægt var að gefa áfram í neyð. Ég fæ enn að kíkja í hilluna ef ég er alveg „last minute!“ 

- Auglýsing -

Hverju átt þú erfiðast með að draga úr kaupum á?

Föt, föt, föt. Ég er alveg fatasjúk en fataskápurinn býður einfaldlega ekki uppá plássið. Rútínan mín er vanalega þannig að versla versla versla og bóka svo bara bás í Extraloppunni og byrja uppá nýtt. Ég hef alltaf notað það sem rök að þetta er hvort sem er allt „second hand“ en í raunveruleikanum er þetta ekkert sérlega umhverfisvænn hugsunarháttur. Mig langar alveg virkilega að tileinka mér það frekar að kaupa tímalaus, færri og vandaðri föt. 

Skiptir umhverfisvernd þig máli?

Já það gerir það alveg klárlega. Mér var meira umhugað um þessi málefni sem unglingur en nú hef lært að gefa mér aðeins meira rými til að anda og vera ófullkomin líka. 

Annað sem þú vilt taka fram?

Mig langar bara virkilega að minna öll á að við erum að gera okkar besta og ekki gefast upp! Settu þér raunhæf markmið sem virkar fyrir þig og þína fjölskyldu. Við hugsum betur um jörðina okkar þegar okkur líður vel <3 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -