Laugardagur 28. desember, 2024
-1.4 C
Reykjavik

Mengað hóstasaft varð 200 börnum að bana – WHO gefur út viðvörun til foreldra

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Viðvörun var gefin út til foreldra í Indonesíu eftir um 200 dauðsföll af völdum mengaðs hóstasafts.

Flest þeirra látnu voru börn, yngri en sex ára. Dauðaorsök var í öllum tilfellum bráð nýrnabilun en einkenni hennar eru verkir í maga, uppköst, niðurgangur, höfuðverkur og minnkaður þvagútskilnaður. Staðfest hefur verið að 199 andlát séu að völdum hóstasaftsins en 206 tilfelli af bráðanýrnabilun á meðal barna eru nú í rannsókn.

Hóstasaftið, sem er fáanlegt án lyfseðils, hefur verið tekið úr sölu og innkallað. Einnig hefur apótekum og öðrum verslunum verið gert að taka allar gerðir af hóstasafti tímabundið úr sölu. Talið er að fjórar gerðir hóstasafts sem allar eru framleiddar í sömu verksmiðju, séu valdur dauðsfallana. Í þeim hefur fundist efnin ethylene glycol og diethylene glycol en þau eru aðallega að finna í rúðu- og bremsuvökva.

Í tilkynningu frá Alþjóðarheilbrigðismálastofnuninni (WHO) eru foreldrar varaðir við notkun saftsins. „Ef þú átt vöruna, EKKI nota hana. Ef þú eða einhver sem þú þekkir finnur fyrir einkennum eftir notkun vörunnar, leitið umsvifalaust aðstoðar læknis og tilkynnið tilfellið til Alþjóðarheilbrigðisstofnuninnar.“

Talið er að tilfellin séu fleiri en þau sem hafa verið skráð.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -