Mánudagur 23. desember, 2024
4.8 C
Reykjavik

Menn sem unnu að gerð varnargarðanna sluppu með skrekkinn í morgun: „Við vorum heppnir núna“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Starfsmaður sem vinnur á jarðýtu við gerð varnargarða við Svartsengi, segist heppinn að eldgosið í morgun hafi ekki komið upp á sama stað og síðast. Einungist liðu um 10 mínútur frá því að hann fékk boð um rýmingu og þar til eldgosið hófst.

Jón Ágúst Gunnarsson, sem starfað hefur að undanförnu á jarðýtu við að koma upp varnargörðum við Svartsengi, og samstarfsmenn hans, sluppu með skrekkinn í morgun þegar sjötta eldgosið á þremur árum, hófst á svæðinu.

„Við fáum þessa tilkynningu um að það eigi að rýma og það líða svona 10-15 mínútur frá því að við fáum hringinuna og þar til byrjar að gjósa, þetta gerist bara á engri stundu,“ segir Jón Ágúst í samtali við Mannlíf. Aðspurður hvort honum hafi upplifað sig vera í hættu svaraði Jón því neitandi. „Upplifunin var bara allt í lagi, af því að þetta var svo langt frá en ef það hefði gosið á þeim stað sem það gaus síðasta, þá hefði fólki brugðið mikið. Af því að tíminn var svo knappur. Þú sérð að við vorum rétt búnir að keyra vélarnar á staðinn sem við leggjum yfirleitt, til að fá olíu, sem er rétt um sirka 100 metra frá gígnum sem var síðast. Ef það hefði gosið þar aftur, hefði það verið svakalegt. Maður hugsar alltaf, „við vorum heppnir núna“, það er bara svoleiðis en þetta fór vel.“

Mannlíf spurði Jón Ágúst hvort jarðýtumennirnir séu ekkert smeykir þegar þeir eru á svæðinu við vinnu. „Nei, nei, eins og þetta hefur verið þá hefur verið svo langur tími, aðdragandinn að þessu, með skjálftum og svoleiðis. En kannski eftir á núna, sko við dóluðum okkur bara í rólegheitunum eins og við eigum að gera, út úr þessu og maður býst ekki við þessu í baksýnisspeglinum tíu mínútum seinna.“ Jón Ágúst segir að aðdragandinn að fyrri gosunum hafi verið mun lengri eða frá tveimur klukkutímum og til sex.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -