Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-3.4 C
Reykjavik

Merki Rapyd hvergi að finna á nýrri landsliðstreyju

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Merki fjármálafyrirtækisins Rapyd er hvergi að finna á nýjum landsliðstreyjum HSÍ sem eru til sölu á Boozt. Handboltasambandið hefur á undanförnum vikum verið harðlega gagnrýnt fyrir að vera í samstarfi við Rapyd en forstjóri Rapyd sagði í október á þessu ári að allar aðgerðir Ísrael á Gaza væru réttlætanlegar.

Orð forstjórans hafa farið nokkuð illa í marga Íslendinga og herma heimildir Mannlífs að tugir fyrirtækja hafi hætt í viðskiptum við Rapyd á undanförnum sex vikum vegna orða forstjórans. Guðmundur B. Ólafsson sagði í samtali við Mannlíf í nóvember að ekki kæmi greina að segja upp samningum við Rapyd.

Mannlíf hafði samband við HSÍ til að spyrjast fyrir um af hverju merki Rapyd væri ekki á nýrri treyju landsliðsins. Kjartan Ólafsson, markaðsstjóri HSÍ, kom af fjöllum þegar hann var spurður út í málið. Eftir að hafa skoðað heimasíðu Boozt sagði hann um prentunarmistök væri að ræða og þetta yrði lagað. Nokkuð ljóst er að þetta þykir áhugaverð tilviljun í ljósi þeirrar umræðu sem hefur logað á veraldarvefnum um Rapyd.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -