Þriðjudagur 3. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Messaguttinn á varðskipinu Alberti fékk taugaáfall í Þorskastríðinu: „Þá stekkur hann í sjóinn“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sigurður Þórðarson, fyrrverandi stýrimaður, hætti tilneyddur á varðskipunum eftir að hafa neitað að fara í jólatúr. Til að bjarga fjárhag fjölskyldunnar seldi hann kraftaverkaefnið Ginseng frá Kóreu sem hann hafði keypt erlendis. Salan á rauðu eðal ginseng, gekk glimrandi og hann sló heimsmet og hætti alveg á sjónum.

Sigurður tók þátt í Landhelgisstríðinu. Hann segir frá því þegar þeir á varðskipinu Alberti reyndu að klippa trollið frá breskum togara en varðskipið hafði ekki kraft til að ljúka verkinu. Áhöfnin lenti í háska þegar breskur dráttarbátur keyrði á skip þeirra. Messaguttinn fékk taugaáfall í borðsalnum.

„En hann náði náttúrulega að glefsa okkur og gera okkur óvíga,“ sagði Sigurður og átti þá við breska dráttarbátinn. Hann hélt svo áfram: „Og menn voru lamaðir af skelfingu svo sem. Þetta var auðvitað risastórt skip, miðað við okkur. Ég var við lunninguna og horfi á þetta flykki koma öslandi að okkur. Ég vissi það ekki fyrr en síðar að messaguttinn, sem var 15 ára gamall var í matsalnum, sem við kölluðum messa, hann var þar grey karlinn og skreið þar undir borð og var lokaður inni. Hann hefur sjálfsagt fengið þarna taugaáfall, grey drengurinn af því að þetta lokaðist þarna. Af því að var búið að klessa skipið þannig. Skipið var talsvert laskað og þetta kom alveg nokkrum sinnum fyrir og voru oft lífshættulegar árásir.“

Eftir þessar raunir fór varðskipið í slipp á Akureyri en þegar skipið hélt aftur á miðin fékk messaguttinn nóg. „Það var prýðisveður. Og þegar við vorum að sigla út frá Akureyri, þá stekkur hann í sjóinn [messaguttinn innsk. blm.], án þess að nokkur taki eftir því. Og klifrar upp á bauju. Sjálfsagt höfum við þá verið nálægt baujunni. Nema hvað að hann var pikkaður upp af einhverjum báti sem var að sigla inn á Akureyri. En hann endaði þarna sinn feril því hann var rekinn um leið.“

Sjá þáttinn í heild sinni hér. 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -