Árið 2022 var ár skandala, ofbeldis og kynferðisáreitis ef marka má lestrartölur Mannlífs. Í heildina voru fréttirnar lesnar yfir 21 milljón sinnum, þær voru þó nokkrar sem stóðu upp úr. Á sama tíma og við lítum til baka á vinsælustu fréttir ársins 2022, þökkum við á ritstjórn Mannlífs fyrir veittan stuðning og óskum þjóðinni allri gæfuríks árs.
Deilt innan Félags kvenna í atvinnurekstri: Svanhildur í vörn fyrir Loga: „Varstu í herberginu?“– 58.500 lesendur.
Árið byrjaði með látum þegar Vítalía Lazareva kom fram í hlaðvarpsþættinum Eigin Konur. Þar sagði hún fjóra þjóðþekkta menn hafa brotið á sér, á einn eða annan hátt. Seinna kom í ljós að mennirnir sem sætu undir ásökunum væru þeir Ari Edwald, Hreggviður Jónsson, Logi Bergmann Eiðsson og Þórður Már Jóhannesson. Mál Vítalíu var það sem vakti einna mestu athygli á árinu sem liðið er, enda mikil rússíbanareið. Í tíunda sæti yfir mest lestnu fréttir ársins er fjallað um ágreining sem myndaðist á milli meðlima í félagi kvenna í atvinnurekstri. Svanhildur Hólm, eiginkona Loga Bergmann var á meðal meðlima félagsins.
Svala eyðir út unnustanum: „Erfiðleikar fá mann til að rísa upp“ – 59.500 lesendur.
Hin glæsilega Svala Björgvinsdóttir vekur athygli hvert sem hún fer. Engin undantekning var á því þegar hún hóf samband sitt við Kristján Einar Sigurbjörnsson en hann er rúmum tuttugu árum yngri en Svala. Samband þeirra endaði í mars þegar Kristján Einar var handtekinn fyrir líkamsárás á Spáni. Svala fann þó ástina á ný um tveimur mánuðum eftir sambandsslitin, sá heppni var hinn 24 ára gamli Alexander Alexandersson en hann er jafnaldri Kristjáns. Í níundu mest lesnu frétt ársins segir frá því þegar Svala tók út allar myndir af Kristjáni á samfélagsmiðlum, eftir handtökuna.
„Logi Bergmann stundaði það að hneppa frá sér skyrtunni og spyrja mig“: „Finnurðu ekki eitthvað?” – 59.800 lesendur.
Eftir viðtalið landsþekkta við Vítalíu, steig Lana Kolbrún Eddudóttir fram og sagði Loga Bergmann hafa áreitt sig oftar en einu sinni þegar þau störfuðu saman á RÚV. „Staðurinn sem hann valdi var yfirleitt lyftan í Efstaleiti, þegar við vorum bara tvö ein í henni. Mér líður ennþá illa að hugsa um þetta. Ég burðaðist á þessum tíma með kynferðisbrot síðan í æsku sem ég var ekki búin að vinna úr og hafði því ekki kjark til að segja honum að mér fyndist þetta leiðinlegt og óviðeigandi. Betra seint en aldrei.“
Morðið sagt tengt heimilisofbeldi og sambýliskona í haldi: – Hinum látna var áður hótað lífláti – 60.300 lesendur.
Í byrjun október var maður myrtur á Ólafsfirði, sambýliskona hans var handtekin ásamt þremur öðrum mönnum. Sambúðin var sögð stormasöm og talið var að morðið tengdist heimilisofbeldi.
Ragnhildur fyrrum eiginkona Eiðs Smára stefnir honum – 62.000 lesendur
Í sjötta sæti listans situr frétt þar sem sagt er frá ákæru Ragnhildar Sveinsdóttur á hendur fyrrum eiginmanns síns, Eiðs Smára.
Einar Þorsteinsson öskraði á Öldu eftir þáttinn: „Mjög ljót orð sem ég ætla ekki að segja hér“– 63.300 lesendur
Í fimmta sæti situr þáttur bræðranna Gunnars og Davíðs Wiium, Þvottahúsið. Þar ræða þeir við Öldu Kareni Hjaltalín þar sem hún segir meðal annars frá því þegar hún fór í viðtal við Einar Þorsteinsson, núverandi formanns borgarráðs Reykjavíkur, í Kastljósinu. Sagði hún Einar hafa misst stjórn á skapi sínu eftir þáttinn, öskrað á hana og rokið út. „Við röltum þarna yfir í græna herbergið og það sprakk svolítið hjá honum, kominn hiti í hann og hann bara æddi út og ég hef ekkert talað við hann síðan,“ sagði Alda þeim bræðrum.
Jón var ásamt hnífahernum á Bankastræti Club – Fjölskyldumeðlimir hafa flúið land vegna árása –64.900 lesendur.
Bankastrætismálið var á allra vörum í nóvember. Hópur manna réðst inn á Bankastræti Club, að tveimur öðrum mönnum og veittu þeim stunguáverka. Umræður um gengjamyndun og skipulagða brotastarfsemi hræddi landsmenn. Mannlíf greindi fyrst frá nafni eins meðlima fyrrnefnds hóps en hann kom síðar í viðtal við Reyni Traustason í þættinum Mannlífið.
Vítalía með nýjar uppljóstranir í sumarbústaðarmálinu: „Þórður Már braut á mér manna mest“ – 65.900 lesendur.
Mál Vítalíu vakti áfram mikla athygli landsmanna. Í júní talaði blaðamaður Mannlífs við Vítalíu sem gaf nýjar upplýsingar í málinu furðulega. „Vítalía Lazareva upplýsir í samtali við Mannlíf að Þórður Már Jóhannesson, fráfarandi stjórnarformaður hjá Festi, hafi verið sá sem braut harkalegast á henni í sumarbústað Þórðar Más á sínum tíma. Hún segir Þórð hafa meinað henni að yfirgefa bústaðinn og þannig svipt hana frelsi í raun.“
Sandra Sigrún dæmd í 37 ára fangelsi – þyngsti dómur sem Íslendingur hefur hlotið – 71.700 lesendur.
Í öðru sæti listans situr Baksýnisspegill, en fyrir þá sem ekki þekkja eru það fréttir úr fortíðinni sem rifjaðar eru upp. Mannlíf birtir einn slíkan öll virk kvöld. Að þessu sinni var sagt frá máli Söndru sem hlaut 37 ára fangelsisdóm í Bandaríkjunum. „Sandra var ákærð fyrir að hafa rænt tvo banka í Virgínuríki árið 2013. Einnig var hún ákærð fyrir rán, samráð um að fremja rán, notkun skotvopna í glæpsamlegum tilgangi og skotvopnaeign í ólöglegum tilgangi, þrátt fyrir að hafa ekki verið með vopn á sér.“
Þórunn Antónía: „Ég greindist í gær“ – 97.200 lesendur.
Í fyrsta sæti situr hvorki frétt um kynferðisbrot né stunguárásir, eins og við mætti búast. Í mest lesnu frétt ársins hjá Mannlífi er fjallað um Facebook færslu Þórunnar Antóníu þar sem skrifar um sjúkdóminn legslímuflakk eða endómetríósu. Svo virðist sem hin almenna forvitni mannsins á nágrannanum hafi borið sigur úr býtum þetta árið.