Föstudagur 24. janúar, 2025
-1.2 C
Reykjavik

Mest lesnu fréttir Mannlífs frá upphafi – Harmleikir, kynferðisbrot og Eiður Smári

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mannlíf óskar öllum gleðilegrar hátíðar. Ritstjórn Mannlífs þakkar lesendum sínum góða samleið og stóraukinn lestur.

Fjölmargar fréttir Mannlífs hafa vakið mikla athygli og hefur miðillinn verið leiðandi í stórum fréttamálum á árinu. Það eru síðan lesendur sem segja hug sinn og þessar fréttir eru þær sem hafa fengið mestan lestur frá upphafi:

1. Stefán Karlsson er látinn: Minning um leiðtoga og yndislega manneskju lifir

106.300 lesendur. 

Stefán Karlsson lést langt fyrir aldur fram. Hann var framkvæmdastjóri Vals í tvö ár og stjórnarmaður í handknattleiksdeild félagsins.

Blessuð sé minning Stefáns.

Stefáni var lýst sem afar vönduðum manni, góðhjörtuðum og ráðagóðum. Stefán var einnig mikill leiðtogi og tók hann á móti öllum glaðbeittur á svip og bros hans leið fólki seint úr minni.

- Auglýsing -

Fjölmargir minntust Stefáns á samfélagsmiðlum.

„Minning um frábæran leiðtoga og yndislegan félaga, einn okkar allra bestu, mun lifa meðal okkar í Valssamfélaginu.“

„Þetta eru skelfilegar fréttir. Stefán var einstaklega góður og vandaður maður. Hans verður sárt saknað en minningin um góðan dreng lifa. Innilegustu samúðarkveðjur til fjölskyldu hans og vina.“

- Auglýsing -

2. Fjölskylda og lögmenn umvefja Gylfa

103.700 lesendur.

Mannlíf greindi fyrst allra miðla frá handtöku landsliðsmannsins Gylfa Þór Sigurðssonar og meintu kynferðisbroti hans gegn ólögráða stúlku.

Frægt var þegar Alexandra og Gylfi gengu í hjónaband á Ítalíu.

Mannlíf greindi frá því að eiginkona Gylfa – Alexandra Helga Ívarsdóttir – væri komin til landsins. Á sama tíma var nánasta fjölskylda Gylfa komin til Englands, og Gylfi sagður vera kominn með hóp lögfræðinga til að verja sig.

Í samtali við Mannlíf bar tengdafaðir Gylfa þær sögusagnir til baka að þau stæðu í hjónaskilnaði vegna málsins.

3. Selma Björns hitti draumaprinsinn í Álftaneslaug: Faðirinn fór hjá sér – „Hápunktur vikunnar“

94.900 lesendur.
Selma Björnsdóttir er ein okkar besta söngkona, frábær leikkona og þá hefur hún raðað sér á bekk með okkar bestu leikstjórum. Hún sagði frá því að hún hafi skellt sér í Álftaneslaug.
Selma Björnsdóttir.

Selma fór í heitan pott og lá þar í mestu makindum þegar draumaprinsinn ákvað að láta til skarar skríða. Við gefum Selmu orðið:

„Ég lá í mestu makindum í heita pottinum í Álftaneslauginni þegar sirka 3 ára prins fikraði sig hægt í áttina að mér, settist við hlið mér, lyfti handleggnum á mér upp á yfirborð vatnsins og kyssti mig létt á handarbakið.“ Selma segir að strákurinn hafi síðan fikrað sig aftur til föður síns. Aðspurð hvernig pabbi drengsins hafi tekið uppátæki sonar síns, svarar Selma: „Hann varð bara vandræðalegur hahahahaha. Þetta er greinilega ekki eitthvað sem sonur hans gerir reglulega. […] Klárlega hápunktur vikunnar hjá mér,“ bætir Selma við en þessi jákvæða og skemmtilega frásögn vakti mikla lukku á Facebook-síðu hennar.

Þá benti Selma á að það séu litlu hlutirnir sem skipti máli og útskýringin er einföld. „Hann fékk mig til að brosa hringinn þessi litli draumaprins.“

4. Jóni Baldvin greitt þungt högg: Varð fyrir miklu áfalli í gær

89.800 lesendur. 
Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra, sem lagt hefur upp í hvern leiðangurinn á fætur öðrum til að reyna verjast konum sem hafa ásakað hann um alvarlegt kynferðislegt ofbeldi, varð fyrir áfalli er Landsréttur úrskurðaði að Héraðsdómur Reykjavíkur skuli taka fyrir að nýju frávísunarkröfu Jóns Baldvins.
|
Jón Baldvin Hannibalsson
Jón Baldvin hafði vonast til spænsk löggjöf myndi bjarga honum frá ákæru en Carmen Jóhannsdóttir hafði ásakað Jón Baldvin um kynferðisbrot og sagði hann hafa káfað á sér í vitna viðurvist á heimili Jóns og Bryndísar á Spáni. Carmen er æskuvinkona Aldísar, dóttur Jóns.

Héraðsdómur féllst fyrst á kröfu Jóns Baldvins um að vísa kærunni frá dómi á þeim forsendum að dómstólar hérlendis hafi ekki lögsögu í málinu.

5. Eiður sagður vera undir áhrifum í beinni útsendingu – KSÍ og Síminn á flótta – Sjáðu atvikið

82.100 lesendur. 

Guðni Bergsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ, ræddi við Eið Smára Gudjohnsen, aðstoðarþjálfara karlalandsliðsins í knattspyrnu, vegna sögusagna um drykkju fyrir sjónvarpsútsendingu. Umtalað er að Eiður hafi verið undir áhrifum í útsendingu sem knattspyrnusérfræðingur í þættinum Vaktin í Sjónvarpi Símans. Myndbrot úr þættinum umdeilda má finna hér neðst.

Eiður Smári Guðjónsen

Talsverð umræða var um atvikið á samfélagsmiðlum þar sem margir furðuðu sig á því að ekkert hafi verið fjallað um það í fjölmiðlum. Þar til Mannlíf sagði frá.

Eins og frægt er var Eiður Smári á endanum sendur í leyfi vegna áfengisvandamála sinna og á endanum rekinn af KSÍ úr starfi sínum sem aðstoðarþjálfari.

6. Kara Kristel sýnir brjóstið og ávarpar þjóðina: „Kemur okkur öllum við“

78.900 lesendur.

„Þetta er eitthvað sem kemur okkur öllum við,“ sagði áhrifavaldurinn Kara Kristel í samtali við Mannlíf. Hún er ein af þeim sem voru ranglega greindar í leghálsskimun Krabbameinsfélags Íslands.

Kara Kristel áhrifavaldur.

Á tveimur árum fór Kara tvisvar. Hana grunaði að eitthvað amaði að en það var ekki fyrr en ári síðar að símtalið kom. Þá hafði sýni Köru verið endurskoðað eftir að ung kona lést úr leghálskrabbameini. Kara opnaði sig um reynslu sína og sagði:

„Seinasta sumar lést ung kona vegna þeirra mistaka og í kjölfarið hófst rannsóknarferli. Ég var kölluð inn strax og í forgangsröð vegna aðstæðna. Niðurstöður komu hratt og voru ekki beint fallegar og lofuðu alls ekki góðu.

„Þetta eru ekki skemmti­leg­ustu frétt­ir heims­ins. Ég var ekki leið eða reið, þetta kom mér eig­in­lega ekki á óvart vegna þess að ég þekki lík­amann minn mjög vel og ég fann að það var eitt­hvað að.“

74.500 lesendur.
Mikið hefur verið bent á það að þolendur komi ekki fram undir nafni í tengslum við hina svo kölluðu Meetoo byltingu og virðist fólk alls ekki skilja af hverju þolendur eða meintir þolendur kjósi nafnleynd. Á þessu er engin breyting ef horft er til fjölda mála sem upp hafa komið í tengslum við þekktan tónlistarmann, Ingó Veðurguð.
Andrea Aldan Hauksdóttir steig fram undir nafni og hafði hún greinilega fengið nóg af þeirri umræðu að meint fórnarlömb Ingós komi ekki fram undir nafni. Hún sagði frá sínum kynnum við Ingó, þá 19 ára gömul. Við skulum gefa Andreu orðið:
Andrea Aldan Hauksdóttir.
„..kom mér á ó­vart er hversu ljóta hluti er hægt að setja fram um fólk án þess að borin sé á­byrgð á því. Það kemur mér líka á óvart hvað er hægt að ganga langt og taka ekki ábyrgð á því hvernig þú hefur hagað þér. Ef það er erfitt að þetta sé nafnlaust þá skal ég koma fram undir nafni.
Ég var 19 ára og var að vinna á Oliver þar sem hann tróð upp vikulega. Það var búningastaffapartí og ég var í skólastelpubúning. Ég stend við barinn og finn að það er einhver að taka upp pilsið mitt. Svo aftur. Ég sný mér við og er þá ekki Reðurguðinn mættur að bjóða sér upp undir pilsið mitt.“
72.200 lesendur. 

Mannlíf greindi frá útför ungs drengs sem fannst látinn í heimahúsi í Garðabæ í september síðastliðinum. Maximilian Helgi Ívarsson var aðeins ellefu ára gamall þegar hann lést með sviplegum hætti.

Samfélagið var í sárum vegna andláts Maximillian og var málið mjög umtalað á meðal barna í Garðabæ. Ekkert hefur verið gefið upp um málið annað en að ekki sé grunur uppi um neitt saknæmt.

9. Nafn mannsins sem lést í Rauðagerði: Var íslenskur, elskaður, átti konu og barn og von á öðru

71.300 lesendur. 

Aftaka var framin við Rauðagerði um miðnætti á laugardag. Ungur maður á fertugsaldri var tekinn af lífi á hrottalegan og kaldrifjaðan hátt. Hinn myrti var Íslendingur, Armando Beqiri, sem á ættir að rekja til Albaníu. Hann settist hér að annan jóladag árið 2014, lærði tungumálið, kynntist konu og giftist, eignaðist barn og átti von á öðru kríli í fangið örfáum mánuðum síðar, eiginmaður, faðir og fyrirtækjaeigandi í Gerðunum. Unnusta hans er nú gengin 24 vikur.

Blessuð sé minning Armando.

Armando virtist hafa komið ár sinni vel fyrir borð og hann kunni íslensku. Stoltur kaus hann svo í fyrsta sinn á lífsleiðinni er hann stakk kjörseðli í kassann í þingkosningum hér á landi. Armando var líka harður stuðningsmaður íslenska landsliðsins.

Skömmu fyrir miðnætti lagði Armando bíl sínum inn í bílskúr og á sömu stundu og hann var að ganga að útidyrunum er talið að bíl hafi verið ekið framhjá húsinu og þaðan hafi hverju byssuskotinu á fætur öðru verið hleypt af. Samkvæmt heimildum Mannlífs hæfðu kúlurnar Armando í bak, háls og höfuð en aðrar misstu marks. Á vettvangi fannst Armando liggjandi í blóði sínu og var reynt endurlífgun og hann fluttur á spítala.

Armando komst aldrei til meðvitundar og var hann úrskurðaður látinn á Landspítalanum stuttu eftir komu þangað.

10.  Slúðrað um Gylfa á samfélagsmiðlum

70.600 lesendur. 

Fyrst allra fjölmiðla heims greindi Mannlíf frá ásökunum á hendur fótboltakappanum og landsliðsmanninum Gylfa Þór Sigurðssyni. Sögur flökkuðu um samfélagsmiðla og því haldið fram að hann hafi verið að senda ungri stúlku eða stúlkum ósiðsamleg skilaboð.

Síðar kom í ljós að Gylfi Þór var handtekinn af bresku lögreglunni grunaður um brot gegn ólögráða stúlku. Rannsókn málsins stendur enn yfir og hefur lögreglan gefið sér frest fram í janúar að klára hana.

Það kom eins og blaut tuska framan í íslensku þjóðina að Gylfi hefði verið handtekinn. Þetta eru einhverjar óvæntustu og verstu fréttir sem landsmenn hafa fengið í langan tíma.

Gulldrengurinn Gylfi er um þessar mundir fallinn af stalli sem konungur íslenskra knattspyrnumanna, en máli hans er þó alls ekki lokið. Hann liggur undir grun um hræðilegt athæfi en hefur ekki verið dæmdur. Flestir vona að Gylfi Sigurðsson sé saklaus af því sem á hann er borið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -