Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-7.8 C
Reykjavik

Metan-bílum slaufað: „Fram­leiðend­ur settu alla ork­una í raf­bíl­ana“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ekki er reiknað með að fleiri nýir metan-bílar verði seldir á landinu.

Umhverfið er mikilvægt, um það verður ekki deilt. Til þess að reyna að sporna við náttúruhamförum hafa bílaframleiðendur framleitt metan-bíla og rafbíla. Þó sé hægt að gagnrýna fyrirtækin fyrir að hafa brugðist of seint við þegar kemur að slíkri framleiðslu. En nú virðast flestir hafa veðjað á rafmagn fram yfir metan og verða líklega ekki fleiri nýir metan-bílar verði seldir á landinu.

„Við seld­um síðasta met­an­bíl­inn okk­ar á föstu­dag­inn og erum ekki með nein­ar áætlan­ir um að panta fleiri,“ sagði Friðbert Friðberts­son, for­stjóri Heklu í viðtali við mbl.is „Það eru stór­kost­leg um­hverf­isáhrif af þessu. Því meira sem þú keyr­ir á met­an­inu því um­hverf­i­s­vænni ertu,“ og viðurkennir Friðbert að hann sé hissa á að metna-bílar hafi ekki orðið stærri hluti af bílafjölda landsmanna.

„Fram­leiðend­ur settu alla ork­una í raf­bíl­ana. En svo hér­lend­is skipti það líka miklu máli að Sorpa fór að ein­beita sér að því selja met­anið til nýrra kaup­enda,“ sagði Run­ólf­ur Ólafs­son, fram­kvæmda­stjóri FÍB, um málið

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -