Mánudagur 13. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Metár hjá þyrlusveit Landhelgisgæslunnar – Tæplega 14 prósent fjölgun á sjúkraflutningum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Aldrei hefur þyrlusveit Landhelgisgæslunnar annast fleiri útkalla en árið 2024. Í heild var sveitin kölluð 334 sinnum út á síðasta ári en það er 31 útkalli meira en árið á undan. Af hinum 334 útköllum voru 135 þeirra farin á fyrsta forgangi og 150 á öðrum forgangi.

Á heimasíðu Landhelgisgæslunnar segir að rúmlega helmingur útkallanna hafi verið vegna sjúkraflutninga eða um það bil 183 útköll. Tæplega 14 prósent fjölgun varð frá fyrra ári á sjúkraflutningum á landi og sjó en þá var farið í 161 sjúkraflutning. Þá voru 85 útköll vegna leitar eða björgunar. Líkt og áður voru flest útköllin á Suðurlandi eða um þriðjungur allra útkalla ársins 2024. Aukreitis var talsverður fjöldi útkalla vegna jarðhræringanna á Reykjanesi.

Um fimmtungur allra útkalla þyrlusveitar Gæslunnar voru útköll á sjó. Samkvæmt heimasíðu Gæslunnar hefur þyrluútköllum fjölgað jafnt og þétt á undanförnum áratug en árið 2016 voru útköllin 253.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -