Ófeigur Björnsson, kaupmaður og gullsmiður við Skólavörðustíg, er látinn og minnast hans margir miðborgarbúar með fögrum orðum í hópi hverfisbúa á Facebook. Við störf sín lagði Ófeigur áherslu á nýtingu íslensks hráefnis og hafði sjálfur þetta að segja um verk sín í samtali við Morgunblaðið fyrir mörgum árum: „Ég lít á skartgripi sem smágerð myndverk.“

Miðborgarbúar syrgja nú Ófeig og fara um hann fögrum orðum, bæði sem einstakan listamanns og ljúfmennis. Guðrún er ein þeirra. „Fallin er frá Ófeigur Björnsson, kaupmaður og gullsmiður, á Skólavörðustíg 5. Hann hefur til fjölda ára haldið úti sýningarými fyrir myndlist á efrihæð húss síns. Sjónarsviptir af þessum ljúfa karakter,“ segir Guðrún.
Fjölmargir taka í sama streng. Til að mynda Sigrún nokkur. „Innilegar samúðarkveðjur til fjölskyldu Ófeigs. Hans verður saknað á Skólavöðustígnum.“ Það gerir Dóróthera líka. „Það er mikill missir á Skólavörðustígnum höfðinginn og ljúfmennið fallin frá.“ Og Filippía. „Sorgarfrétt…svo stutt síðan ég staldraði við og spjallaði við þau hjónin. Stórkostlegur listamaður,“ segir Filippía.
Blessuð sé minning Ófeigs.