Íbúar í miðborginni óttast mjög rottufaraldrur í hverfinu ef marka má umræðuþráð í hópi hverfisbúa á Facebook. Þar segir Þórir nokkur að miðbærinn sé allur morandi í rottum:
„Það eru rottur út um allt hérna við Snorrabraut/Njálsgötu. Hafa aðrir orðið varir við þetta?,“ spyr Þórir.
Flestir þeir sem tjá sig undir færsluna vilja að þegar í stað verði haft samband við meindýraeyði á vegum borgarinnar. Margrét er ein þeirra. „Hringja strax í meindýraeyði Reykjavíkurborgar. Rottur falla undir þann flokk meindýra sem er á ábyrð sveitarfélaga að eyða,“ segir hún.
Og undir það tekur stjónvarpsstjarnan Egill Helgason. „Borgin er með ágætan meindýraeyði á sínum snærum,” segir Egill. Álfhildur veltir fyrir sér hvers vegna rotturnar séu svona margar. „Ætli meindýraeyðispeningurinn sé búinn,“ spyr hún.