Miðflokkurinn leggur í dag fram vantrauststillögu á Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra en klukkan 13:30 hefst þingfundur.
Ráðherratíð Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur ætlar ekki að byrja vel en hún tók við matvælaráðuneytinu fyrir nokkrum mánuðum og hefur staðið í ströngu síðan. Miðflokkurinn ætlar í dag að leggja fram vantrauststillögu á matvælaráðherrann.
Bergþór Ólason þingflokksformaður Miðflokksins staðfestir þetta við RÚV en í síðustu viku sagði hann að Bjarkey hefði ekki gætt að málshraðareglum og að hún hafi dregið útgáfu hvalveiðileysis í fjóran og hálfan mánuð. Að hans mati voru lögmæti veiðanna þó ljóst frá upphafi.
Um áramót rann hvalveiðileyfi Hvals hf. út og biðu eigendur í marga mánuði eftir ákvörðun um áframhaldið. Það var svo ekki fyrr en á þriðjudaginn fyrir viku, sem Bjarkey tilkynnti að veiðarnar yrðu leyfðar á yfirstandandi tímabili og að veiða mætti 128 langreyðar. Síðustu ár hafa veiðiheimildir á langreyðum gilt í fimm ár í senn.