Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, hefur ráðið Tómas Guðjónsson sem aðstoðarmann sinn samkvæmt tilkynningu frá stjórnarráðinu.
„Tómas útskrifaðist með BA-gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands árið 2018. Hann hafði verið framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar og þar áður upplýsingafulltrúi þingflokksins, en hann tók við þeirri stöðu árið 2018,“ en hann hefur einnig komið nálægt kosningabaráttu flokksins.
„Tómas hefur jafnframt starfað við viðburðastjórnun og ráðgjöf ásamt því að sinna fjölbreyttum félagsstörfum. Þannig var Tómas kosningastjóri Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi árið 2016 og verkefnastjóri í alþingiskosningunum 2017. Hann starfaði einnig sem miðlægur kosningastjóri Samfylkingarinnar fyrir sveitarstjórnarkosningar 2018 og skipulagði landsfund flokksins sama ár.“
Þá hafa Alexander Jakob Dubik og Andri Egilsson verið ráðnir aðstoðarmenn fyrir Eyjólf Ármannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.