Laugardagur 21. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Mikið að gera á Landspítalanum undanfarna daga: „Auðvitað óheppi­legt fyr­ir sjúk­ling­ana“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það er mikið að gera á Landspítalanum að sögn fram­kvæmda­stjóra lyflækn­inga- og bráðaþjón­ustu spítalans.

Miklar annir hafa verið undanfarna daga á Landspítalanum. Meiri aðkoma fólks og fleiri innleggjandi einstaklingar. Hefur það birst með þeim hætti að lengri bið sé á bráðamót­tök­unni í Foss­vogi.

„Þetta er auðvitað óheppi­legt fyr­ir sjúk­ling­ana sem þurfa að bíða leng­ur eft­ir þjón­ustu. Þetta er óþægi­legt og það er bið,“ sagði Már Kristjáns­son, fram­kvæmda­stjóri lyflækn­inga- og bráðaþjón­ustu á Land­spít­al­an­um um málið samtali við mbl.is.

„Þegar starfs­fólk kem­ur úr sum­ar­leyf­um þá opn­ast upp fleiri rúm en starf­sem­in sem hef­ur þurft að bíða yfir sum­arið eykst um leið. Nú er þetta þannig að það er meira um að vera og birt­ing­ar­mynd­in er á bráðamót­tök­unni sem hef­ur áhrif á sjúkra­flutn­ing­ana og bið eft­ir sjúkra­bíl.“

Þá þurfi fólk að gera sér grein fyrir að bráðatilvik séu misalvarleg og eru þau flokkuð í fimm mismunandi flokka.

„Ef það er mjög mikið að gera í for­gangs­flokki 1 og 2 þá bíða hinir. Það hef­ur verið tals­vert um að vera á bráðamót­tök­unni og það tákn­ar að biðtím­inn er lengri.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -