Matarkarfa fjögurra manna fjölskyldu hækkar um 1,5 prósent milli mánaða. Þetta kemur fram í nýrri verðkönnun ASÍ og eru niðurstöðurnar í samræmi við verðkönnun Veritabus sem birt var í síðustu viku. Þrátt fyrir það virðist verð hafa lækkað bæði á grænmeti og ávöxtum. Meðalverð páskaeggja hefur einnieggg lækkað um þrjú til fjögur prósent frá því í fyrra, mesta lækkun eggjana er í verslunum Hagkaupa.
Þá kemur fram að talsverður vöruskortur sé, samkvæmt ASÍ, en Guðmundur Marteinsson, framkvæmastjóri Bónuss, sagði það rangt í samtali við Fréttablaðið.
Sagði hann að græn vínber hefðu klárast tímabundið en önnur vara hafi verið fáanleg í versluninni.