Fimmtudagur 16. janúar, 2025
4.9 C
Reykjavik

Mikil ölvun ungmenna eftir Menningarnótt – Pöddufullur einstaklingur slasaðist á rafhlaupahjóli

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Menningarnótt fór vel fram þrátt fyrir mannhafið, samkvæmt dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

15 ungmenni voru flutt á athvarf á vegum Reykjavíkurborgar þar sem foreldrar komu og náðu í börn sín. Í nokkrum tilfellum var áfengi hellt niður sem tekið var af ungmennum undir lögaldri.

Lögreglunni þykir miður hversu mörg ungmenni varð eftir í miðborginni eftir að dagskrá Menningarnætur lauk um klukkan 23:00 en þau voru mörg að neyta áfengis.

Sjö líkamsárásir voru framdar í miðborginni en allar áttu þær sér stað eftir miðnætti. Voru þær allar minniháttar en einungis einn gisti fangageymslu þar sem hann var óviðræðuhæfur sökum ölvunar.

Fangageymslurnar á Hverfisgötunni voru annars fullar eftir nóttina en alls gistu 14 einstaklingur í þeim geymslum og allir vegna brota sem voru minniháttar. Allir voru einstaklingarnir undir áhrifum áfengis eða vímuefna.

Stuttu eftir klukkan 18:00 braust út eldur í bifreið en allir sem í honum voru sluppu ómeiddir en bíllinn er talsvert skemmdur.

- Auglýsing -

Sótölvaður einsklingur var fluttur á slysadeild með áverka eftir að hafa fallið af rafhlaupahjóli í miðborginni. Gat hann vart tjáð sig sökum ölvunar.

Talsvert var um ölvunarakstur í nótt en í einu tilfelli neitaði ökumaðurinn að gangast undir öndunarpróf en hann reyndist undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Mun hann hljóta refsiauka fyrir að neita að taka prófið.

Afskipti voru höfð af nokkrum veitinga og skemmtistöðum vegna brota á áfengislögum en staðir þess voru að selja áfengi utandyra án tilskilinna leyfa fyrir slíku.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -