Laugardagur 21. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Mikil þörf á aðstöðu fyrir alvarlega heilabilaða

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Heilbrigðisráðherra segir ekki lengur hægt að bíða með að koma á koppinn sérstakri aðstöðu fyrir alvarlega heilabilaða. RÚV greinir frá þessu en í fréttum á föstudag sagði forstjóri Hrafnistu að hjúkrunarheimili hafi þurft að útskrifa fólk með heilabilun og atferlisvanda.

María Fjóla Harðardóttir er forstjóri Hrafnistu. Hún sagði í fréttatímanum á föstudag að úrræðaleysi ríkti í kerfinu vegna þessa hóps fólks. Hún lýsti dæmum þess að sjúklingar ógnuðu bæði eigin öryggi, sem og öryggi annarra íbúa og starfsfólks. Hún sagði að í þeim tilvikum hefðu einstaklingar verið fluttir á Landspítala. Þó sé spítalinn ekki staðurinn sem eigi að taka á móti fólki sem glímir við vanda af þessu tagi.

„Þegar það er orðið verulega veikt þá er full þörf á því að vera með sérstakt heimili sem að þjónustar þennan hóp,“ segir Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra í samtali við RÚV og tekur undir með Maríu Fjólu. Hann segir þörfina hafa aukist á undanförnum árum en nú sé kominn sá tímapunktur að bregðast þurfi við.

Willum Þór segir að horfa þurfi til þess að setja upp nýja aðstöðu fyrir alvarlega veika Alzheimer-sjúklinga sem geti ekki verið innan um aðra.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -