Almannavarnir ríkisins voru að senda út tilkynningu þar sem fram kemur að mikill leki sé nú í heitavatnslögninni til Grindavíkur. Þar kemur fram að þrýstingur á heitavatnslögninni sé nú mjög lágur, vegna þess að mikils leka gæti bæði á stofnæðinni til Grindavíkur og í dreifkerfinu í bænum. Leit er hafin að biluninni og verður reynt að gera við hana eins fljótt og auðið er en fram kemur í tilkynningunni að réttast hafi þótt í stöðunni að grafa niður á bilunina, í stað þess að leggja nýja lögn yfir hraunið.
Almannavarnir beinir svo fyrirmælum til þeirra Grindvíkinga sem geta farið inn á heimili sín í Grindavík en tilkynninguna og fyrirmælin má lesa hér fyrir neðan:
„Mikill leki í heitavatnslögninni til Grindavíkur