Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Guðrún Hafsteinsdóttir hafa báðar tilkynnt um framboð sitt til formennsku í Sjálfstæðisflokknum en kosið verður um slíkt á landsfundi flokksins sem hefst í lok febrúar. Framanundan er spennandi kosningabarátta innan flokksins og ljóst er að mikil átök eru væntanleg meðal Sjálfstæðismanna.
En við spurðum lesendur Mannlífs: Hver verður næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?
Niðurstaðan var nokkuð afgerandi hjá lesendum en þeir telja flestir að Guðrún verði næsti formaður.
Rétt er að taka fram að listamaðurinn Snorri Ásmundsson hefur einnig boðið sig fram til formennsku en ólíklegt þykir að hann hafi kjörgengi. Því verður hann ekki valmöguleiki í þessari könnun.