Þjóðfélagið er enn og aftur komið á hliðina vegna fyrirhugaðra launahækkanna æðstu ráðamanna landsins en ljóst er að laun Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra mun hækka um 156 þúsund krónur á mánuði. Björn Birgisson er, eins og lang flestir venjulegir Íslendingar, afar ósáttur við þessa staðreynd.
Samfélagsrýnirinn frá Grindavík, Björn Birgisson skrifaði stutta en hnitmiðaða færslu á Facebook þar sem hann segist hafa fengið 10.039 króna hækkun á sínum kjörum á meðan Katrín mun fá mun hærri upphæð. Færsluna má lesa hér að neðan.
„Nú er mikið rætt um launahækkanir.