Fimmtudagur 12. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Mikill viðbúnaður við bandaríska sendiráðið

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Áhyggjufullir vegfarendur höfðu samband við Mannlíf vegna fjölda viðbragðsaðila við bandaríska sendiráðið í Reykjavík. Tveir slökkviliðsbílar voru þar mættir ásamt tveimur sjúkrabílum.

Slökkviliðsbíll við sendiráðið.
Ljósmynd: Björgvin Gunnarsson

Mannlíf kíkti á bandaríska sendiráðið á Engjateig í Reykjavík, eftir að ábendingar bárust frá vegfarendum sem höfðu áhyggjur vegna sjúka- og slökkviliðsbíla við sendiráðið. Við fyrstu sýn var vel hægt að ímynda sér að eitthvað grafalvarlegt hafði gerst, tveir vígalegir slökkviliðsbílar voru nærri inngangshliði sendiráðsins, jafn margir sjúkrabílar voru þar nálægt sem og sjúkrabörur á hjólum. Þá voru þó nokkrir slökkviliðsmenn á lóð sendiráðsins. En sem betur fer var ekki um neitt alvarlegt að ræða, nema síður sé.

Sjúkrabörur við bandaríska sendiráðið.
Ljósmynd: Björgvin Gunnarsson

„Þetta er bara æfing,“ sagði sallarólegur slökkviliðsmaður sem stóð við innganghliðið, aðspurður um hvað væri í eiginlega í gangi. Þegar hann var spurður um það hvað væri verið að æfa svaraði hann: „Bara viðbrögð við eld og þess háttar“. Bætti hann við að slíkar æfingar væru nokkuð reglulegar.

Þá vitum við það, ekkert að óttast.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -