- Auglýsing -
Mikill viðbúnaður var seinni partinn í dag þegar drengur lenti í vandræðum á Kleifarvatni.
Rak drenginn út á vatnið á uppblásnu rekaldi.
Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík, björgunarsveit Hafnarfjarðar og Slökkviliðið á Höfuðborgarsvæðinu tóku þátt í aðgerðinni. Þorbjörn sendi strax af stað tvo slöngubáta, ásamt mannskap og fleira af búnaði.
Allt fór þó vel þegar vindar breyttust og drenginn rak aftur að landi og komst heill á húfi í fang foreldra sinna.