Rithöfundurinn Valerio Gargiulo minnist vinkonu sinnar sem tók sitt eigið líf, á fallegan hátt á Facebook. Skrifaði hann í raun hugvekju um sjálfsvíg.
Valerio Gargiulo er ítalsk-íslenskur rithöfundur sem heldur úti Facebook-síðu þar sem hann skrifar færslur um efni sem hafa jákvæða merkingu, eða fréttir sem hvetja lesendur til að lifa vel. Í nýlegri færslu skrifar hann hugvekju um sjálfsvíg og minnist í leiðinni vinkonu sinnar, Selenu sem féll fyrir eigin hendi fyrir mörgum árum. Valerio gaf Mannlífi góðfúslegt leyfi til að birta færsluna:
„Á síðasta ári hef ég heyrt um marga á Íslandi sem hafa framið eða reynt að fremja sjálfsvíg. Bræður vina. Börn vina. Frændur vina. Vinir vina. Ég velti því fyrir mér hvort nóg sé gert til að hjálpa þessu fólki sem á í erfiðleikum með lífið.
Stundum les ég fréttir sem vekja athygli á aukavandamálum. Sjálfsvíg eru alvarleg vandamál sem þarf að taka á vandlega.
Við veltum fyrir okkur hvers vegna það eru svona mikil óþægindi í lífinu? Ætli það sé ekki bara loftslagið og dimmir vetrarmánuðir. Undanfarin ár á Íslandi hefur loftslagið ekki verið eins kalt og áður.