Fólk safnaðist saman í dag á fallegri friðar- og samstöðustund í Laugarneskirkju, til að minnast fallinna barna í stríði Ísrael og Hamas.
Séra Hjalti Jón Sverrisson flutti tölu í upphafi fallegrar stundar sem boðað var til á Facebook en fólki var boðið að mæta í Laugarneskirkju í dag til að minnast þeirra barna sem látist hafa í átökum Hamas og Ísraelshers frá 7. október. Talið er að um 35 börn hafi látist í árásum Hamas þann 7. október en um það bil 8.000 palestínsk börn, þegar þetta er ritað. Sú tala hækkar vafalaust fljótt en um fimm börn deyja á Gaza á hverri klukkustund.
Fjallgöngu- og útivistarhópurinn Áning flutti svo tónlist af myndarbrag.

Ljósmynd: Björgvin Gunnarsson
Þá flutti Eyrún Björk Jóhannsdóttir tilfinningaþrungna ræðu, sem lesa má neðst í fréttinni.
Að lokum gafst viðstöddum tækifæri á að kveikja á kertum til að minnast fallinna barna.

Ljósmynd: Björgvin Gunnarsson
Hér má lesa hina sterku ræðu Eyrúnar Bjarkar: