Fimmtudagur 9. janúar, 2025
-12.2 C
Reykjavik

Missti stjórn á bíl sínum og ók á vegg – Tvö handtekin vegna líkamsárásar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nóttin hefur verið frekar róleg á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt dagbók lögreglu en sex eru í fangaklefa eftir nóttina.

Í miðbæ Reykjavíkur var aðili handtekinn grunaður um líkamsárás og vistaður í fangaklefa. Ökumaður var stöðvaður í sama hverfi en hann reyndist ekki aðeins undir áhrifum áfengis og fíkniefna, heldur reyndist hann einnig sviptur ökuréttindum.

Í hverfi 108 var aðili stöðvaður en hann reyndist undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Þá hafði hann aukreitis á sér fíkniefni.

Í Hafnarfirði varð umferðaróhapp þar sem ökumaður missti stjórn á bifreið sinni og ók á vegg. Engin slys urðu á fólki en ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur. Tveir einstaklingar voru handteknir í sama hverfi, vegna líkamsárásar og bæði vistuð í fangaklefa.

Í Kópavogi var ölvaður ökumaður stoppaður en þegar á honum var leitað kom í ljós að hann hafði einnig fíkniefni í fórum sér. Þá var ökumaður stöðvaður í Kópavogi en kom á daginn að hann var undir áhrifum fíkniefna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -