- Auglýsing -
Rólegt var hjá lögreglunni í dag og voru langflest þeirra mála sem komu til úrvinnslu talin minniháttar. Tveir aðilar misstu stjórn á sér vegna deilna um bílastæði í Kauptúni og þurfti inngrip lögreglu til að leysa úr ágreiningnum. Báðir voru aðilarnir með börn og tilkynnti lögregla atvikið til barnaverndar. Annar aðilanna var sakaður um eignarspjöll en hinn um líkamsárás.