Matvöruverslanir hækka verðið á mjólkurfernum í dag og mun fernan kosta 177 krónur eftir daginn. Fernan hækkar því um sjö krónur og kenna bændur því um að mjólkurafurðir hafi hækkað til þeirra. Mjólkurverðið hækkar líka núna vegna væntanlegra launahækkana um áramótin.
Verðið á mjólkinni hækkaði síðast í mars síðarliðnum en þá hafði áburður og fóður til bænda hækkað nokkuð. Vinnslukostnaðurinn hefur því hækkað sem skýrir verðhækkunina núna.
Rjómafernan út í búð mun líka hækka í dag. Þannig verður jólarjóminn dýrari. Hálfur lítri af rjóma fer líklega úr 588 krónur upp í 608 krónur.