Miðvikudagur 8. janúar, 2025
-4.7 C
Reykjavik

Móðir endurheimti börn sín úr helju: „Í dag fékk ég að vera vitni að ólýsanlega fallegri stund“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Í dag fékk ég að vera vitni að ólýsanlega fallegri stund þegar móðir endurheimti börnin sín bókstaflega úr helju, þar á meðal einn drenginn sinn sem særðist í árás Ísraelshers og var hætt kominn, en er allur að braggast eftir að komast út af Gaza.“ Þannig byrjar falleg Facebook-færsla Salvarar Gullbrár Þórarinsdóttur en í gær komu þrjár fjölskyldur til landsins frá Gaza, eftir að íslenskir sjálfboðaliðar komu þeim hingað. Með færslunni fylgdi myndskeið sem fangaði þá yndislegu stund er fjölskyldan sameinaðist á ný.

Salvör hélt áfram:

„Með henni á Íslandi var sjö ára dóttir hennar sem var að hitta föður sinn og systkini í fyrsta skipti síðan hún var tveggja ára. Hinar tvær fjölskyldurnar sem komu til landsins í dag voru með undurfögur ungabörn, annað þeirra hefur ekki viljað skilja við fang móður sinnar síðan það komst út úr sprengjuregninu á Gaza. Þetta eru manneskjur, fallegar manneskjur, sem vilja ekkert annað en öruggt og gott líf, sem þeim býðst einfaldlega ekki í sínu heimalandi akkúrat núna.“

Þá segir Salvör að yfirvöld á Íslandi séu samsek með aðgerðaleysi sínu.„Okkar yfirvöld eru þar samsek með aðgerðaleysi sínu, ekki bara hvað varðar fjölskyldusameiningar heldur með því að berjast ekki fyrir vopnahléi, frelsi og friði í Palestínu.“

Að lokum birti Salvör bankaupplýsingar fyrir söfnun Solaris, svo hægt sé að bjarga fleirum mannslífum á Gaza. Neðst í fréttinni má svo sjá hina fallegu fjölskyldusameiningu.

„Móðir sem sér börnin sín ekki í fimm ár – mér líður eins og hjartað sé að rifna þegar ég þarf að vera frá Kolku minni í viku. Það eru enn fjölskyldur úti á Gaza og allar eiga þær skilið að lifa í öryggi með fjölskyldum sínum hér á Íslandi.
Við getum lagt hönd á plóg til þess að koma fjölskyldunum heim með því að leggja inn á þennan söfnun Solaris. Þessar sameiningar skipta miklu meira máli en allir peningar heimsins ❤
Reikningsnúmer: 0515-14-007470
Kennitala: 600217-0380
AUR: 1237919151“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -