Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-9 C
Reykjavik

Móðir „framsóknardrengsins“ í VMA opnar sig um Sigmund Davíð: „Þarna er sökudólgurinn“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Stórfurðulegt mál kom upp á Akureyri í gær en þar var Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, fyrrverandi forsætisráðherra, vísað úr Verkmenntaskóla Akureyrar að sögn skólastjóra hans fyrir að skemma myndir og varning frá öðrum flokkum í skólanum. Miðflokkurinn hafði tekið þátt í pallborðsumræðum í skólanum fyrr um daginn.

Sigmundur Davíð þvertekur fyrir þetta og segir skólastjórann ljúga og gaf í skyn á Facebook og í samtali við Mbl.is að það sé vegna þess að skólastjórinn hafi verið neðarlega á framboðslista Samfylkingarinnar í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Heimildir Mannlífs herma að frambjóðendur Miðflokksins hafi verið beðnir um að yfirgefa skólann.

Seint í gærkvöldi steig svo Guðríður Baldvinsdóttir fram á sjónarsviðið með færslu um atvikið en Baldvin Einarsson, sonur Guðríðar, var á staðnum og segir hún að frambjóðendur Miðflokksins hafi uppnefnt son hennar fyrir að spyrja krefjandi spurninga.

Ætlar ekki að kjósa Framsóknarflokkinn

„Í dag fékk Baldvin Einarsson sonur minn viðurnefnið “framsóknardrengurinn*” í VMA. Það voru samt ekki hans samnemendur sem fundu upp á þessu stórsniðuga uppnefni, heldur frambjóðendur Miðflokksins í kjördæminu.

*reyndar ber frásögnum ekki saman; sumir segja að hann hafi verið kallaður framsóknarfávitinn eða framsóknardjöfullinn“,“ skrifar Guðríður á Facebook.

„Svolítil forsaga. Á okkar heimili er mikið rætt um pólitík nú í aðdraganda kosninga. Við erum hér fjögur með kosningarétt, sem munum væntanlega kjósa amk 3 mismunandi flokka sem spanna allt pólitíska litrófið. Kannski eiga frambjóðendur Miðflokksins því ekki að venjast að ræða pólitík við börnin sín eða önnur ungmenni. Allavega. Í dag þá mættu frambjóðendur allra flokka í VMA til að kynna sig og sín stefnumál fyrir ungum kjósendum. Kannski hafa þeir ekki átt von á beinskeittum spurningum en í pallborðsumræðum beindi Baldvin einni til frambjóðanda Miðflokksins sem var eitthvað á þessa leið. ”Ég er með spurningu til Miðflokksins. Miðflokkurinn talar mikið um tollamál og álögur í landbúnaði. Var það ekki ríkisstjórn Sigmundar Davíðs sem stóð fyrir síðustu tollalækkun á innfluttum matvælum/landbúnaðarvörum?”. Sá frambjóðandi sem sat fyrir svörum viðurkenndi að hún vissi ekki svarið, sem ég virði fyrir heiðarleikann. Svarið er að undir tollasamninginn 2015 skrifuðu starfsmaður utanríkisráðuneytis (sendiherra) fyrir hönd utanríkisráðherra sem  þá var Gunnar Bragi Sveinsson, og starfsmaður atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis fyrir hönd Sigurðar Inga sem var þá ráðherra þess málaflokks. Þeir sátu í ríkisstjórn undir stjórn Sigmundar Davíðs forsætisráðherra. Eitthvað mislíkaði öðrum frambjóðendum Miðflokksins spurningin, enda þótti einum á fimmtugsaldri við hæfi að koma að máli við tæplega tvítugan dreng sem er að fara að kjósa til Alþingis í fyrsta sinn og segja að þetta hafi hann nú greinilega beint heiman frá sér. Hvort viðkomandi hafi verið að ýja að því að Baldvin hafi verið beðinn um að spyrja þessarar spurningar af föður sínum veit ég ekki, en óneitanlega var verið að tala niður til Baldvins eins og hann gæti ekki haft sjálfstæðar skoðanir eða haft frumkvæði að því að spyrja. Í raun held ég að það skipti ekki máli hvaðan staðreyndirnar koma því sjaldnast er það málstaðnum til framdráttar fara í manninn en ekki málefnið.  En nú að uppnefninu. Baldvin var að klára tíma eftir hádegið þá frétti hann og félagarnir að Sigmundur Davíð og meðframbjóðendur væru komnir í hús. Baldvin og félagar fóru ekki samtímis úr kennslustofunni og einn félaginn fór á undan. Þegar hann gengur fram heyrist í einum frambjóðanda Miðflokksins “þarna kemur framsóknar drengurinn/fávitinn/djöfullinn”. Félaginn ber af sér sakir og þegar Baldvin gengur út skömmu seinna glymur aftur í frambjóðanda Miðflokksins “þarna er sökudólgurinn”.  

- Auglýsing -

Þetta er sagan af því þegar sonurinn fékk viðurnefnið Framsóknardrengurinn. Það sorglega er að hann ætlar ekki einu sinni að kjósa Framsóknarflokkinn!“

Guðríður birti einnig myndina sem er hér fyrir neðan með eftirfarandi texta: „Skjáskot úr myndbandi þar sem Sigmundur Davíð áritar mynd af frambjóðendum í 1.og 2.sæti framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi sem hann hafði áður teiknað á skegg og dökkar augabrúnir.“

May be an image of 1 person, phone and text

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -