„Við höfum í gegnum árin verið að vinna úr okkar áföllum um að hafa verið í söfnuði Votta Jehóva, það hefur tekið á við Mikki fórum í gegnum okkar líf í þessu trúarpartý með þremum bókum sem hann skrifað um líf okkar . Týnd í Paradís. Syndarfallið, Bréf til mömmu,“ segir Hulda Fríða Berndsen, í einlægri færslu á Facebook síðu sinni. Hulda er móðir Mikaels Torfasonar og nefnir hún viðtal við son sinn sem birt var á mbl.is árið 2019.
Mikael skrifaði þrjár bækur sem fjölluðu um reynslu sína á Votta Jehóva en hann ólst upp í þeim söfnuði. Í viðtalinu segir Mikael að samband þeirra mæðgina hafi batnað til muna þegar hún yfirgaf söfnuðinn.
Hulda segist í færslu sinni vera tilbúin að ljúka þessum kafla sem snýr að Vottum Jehóva, að hún hafi í gegnum árin unnið úr áföllum sínum. Hún segist einnig hafa sett sig í samband við öldung safnaðarins og beðið um gögn, skýrslur eru gerðar um alla meðlimi og vill Hulda komast yfir allar upplýsingar um hana sem söfnuðurinn hefur að geyma. Færslu Huldu má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.
„Góðan dag .
Það er ástæða fyrir því að ég birti þetta viðtal við son minn Mikka um Votta Jehóva.
Við höfum í gegnum árin verið að vinna úr okkar áföllum um að hafa verið í söfnuði Votta Jehóva, það hefur tekið á við Mikki fórum í gegnum okkar líf í þessu trúarpartý með þremum bókum sem hann skrifað um líf okkar . Týnd í Paradís. Syndarfallið, Bréf til mömmu.
það hafa verið umræður um trúarofbeldi og um réttindi barna , þar sem ég á 4 börn sem hafa fengið smjörþefin af þvi að ég sem móðir haf verið í þessu túatobeldi þá hefur það haft áhrif á börnin mín og mig og markað líf okkar í gegnum lífið .
Nú er ég komin á þann stað að ég vil loka þessu máli , því ég hef unnið mikið með það með góðri hjálp og beðið börnin mín10000 sinnun afsökunar á því að hafa lagt á þá byrgði að hafa verið á þessum stað, ég tel mig vera búna með þessa vinnu , ég get ekki breytt því sem liðið er í einfeldni minn fór í þetta ofbeldi af því ég hélt að þetta væri rétt , enn eftir alla sem hefur gengið á þá veit ég betur í dag að þetta hefur skað mig og börnin mín eina sem ég get gert er að fyrir gefa mér og fara um mig myldum höndum og hætta að rúnka mér í þessu því það hefur ekkert upp á sig nema sársauka .
Svo ég fór í verkefni sem mig hefur lengi langað að gera en einhvenveigin hef ég ekki gert neitt í því enn.
En í gær lét ég slag standa , ég hringdi í öldung safnaðarins hjá VJ ,
á sínum tíma voru skyslur um safnaðarmeðlimi og þar á meðal mig,
og þar sem ég vill loka þessum fortíðar kafla úr mín lífi þá bað ég þennan öldung að ath hvort það væru til einhvað um mig hjáþeim hann sagðist ekki vita það, svo eg bað hann kurteisilega að ath þetta fyrir mig og senda mér allt sem að mér snéri í pessónulegum pósti til mín .
Hann lofaði mér að ath þetta og senda mér ef einhvað væri um mig .
Nú er að bíða róleg og sjá hvað gerist .
Ég er þakklát fyrir að vera kominn á þann stað í dag að geta lokið þessu partýi og sett þetta í fortíðar hólfi ,sátt við mig og börnin mínn og það líf sem ég hef upplifað því ég lærði heilmikið um mig og hvenig ég vill hafa framtíð mín í sátt því ég á bara þetta líf, ég ætla að nota það sem eftir er að vera glöð og dansa hlæja brosa í genum seinnihluta lífis með þeim sem ég ann mest.
Ég er ótrúlga stolt af mér að hafa staðið með mér og haft kjark og vera óttalaus að biðja um þessa pappíra , því þannig verð ég sigurveigari í mínu lífi .
Takk þið sem gáfuð ykkur tíma að lesa uppgör mitt
ég fer glöð inn í daginn sendi ykkur ást og kjærleika út í kosmóið .
Kveðja Frúin í 108 .“