Aðalmeðferð í máli Maciej Jakubs Talik hófst í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Maciej er ákærður fyrir að hafa banað Jaroslaw Kaminski, meðleigjanda sínum, þann 17.júní síðastliðinn.
Maciej er gefið að sök að hafa stungið Jaroslaw fimm sinnum með hnífi í höfuð, háls og búk. Í ákærunni segir að sárin hafi verið á vinstri kinn, neðst á framanverðum hálsi, afturhluta hægri axlar, vinstri hlið brjóstsins og vinsti holhönd með sárgangi inn í hjarta.
Jaroslaw lætur eftir sig eiginkonu og stjúpbarn en krefst eiginkona hans miskabóta að fjárhæð sautján milljóna króna. Auk þess er lögð fram krafa upp á endurgreiðslu vegna útfararkostnaðar upp á 2,5 milljóna króna. Maciej bar fyrir sig í ágúst að hafa stungið meðleigjanda sinn í sjálfsvörn en í textaskilaboðum sem hann sendi rétt eftir miðnætti, aðfaranótt dagsins örlagaríka stóð: „Þessi vitleysingur, fyrst drep ég hann svo hengi ég mig.“ Þrjú vitni voru kölluð í skýrslutöku vegna samskipta þeirra við Maciej en lýstu vitnin því öll að hann hafi sagt þeim frá að voðaverkinu.