Fimmtudagur 23. janúar, 2025
2.6 C
Reykjavik

Morðtilraunin í Mosfellsbæ ennþá í rannsókn – Ofbeldismennirnir notuðu kylfu, hamar og borvél

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Morðtilraun sem átti sér stað í Mosfellsbæ í október á síðasta ári er ennþá í rannsókn og vildi Hjördís Sigurbjartsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, ekki veita Mannlífi frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.

SJÁ NÁNAR: Morðtilraun í Mosfellsbæ: „Það er eins og við séum komin í sláturhús“
SJÁ NÁNAR: Fórnarlambið í Mosfellsbæ opnar sig um hrottalegu árásina: „Maður er ekkert öruggur“

Eins og Mannlíf greindi frá í fyrra var ráðist á ungan mann inn á heimili kærustu hans í Mosfellsbænum á meðan börn þeirra sváfu í næsta herbergi en árásarmennirnir voru tveir. Parið telur að um morðtilraun sé að ræða en sauma þurfti um 30 spor í andlit mannsins og þurfti hann að fara í aðgerð á hönd eftir árásina. Samkvæmt parinu notuðu mennirnir kylfu, hamar og borvél við árásina og mögulega önnur verkfæri.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sagði í samtali við Mannlíf í fyrra að annar árásarmaðurinn væri ennþá ófundinn og ekki vitað hver hann væri en ungi maðurinn sem ráðist var á segist þekkja til annars mannsins sem réðst á sig.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -