Laugardagur 26. október, 2024
4 C
Reykjavik

Mótmælendur köstuðu rauðu glimmeri yfir Bjarna Ben – Katrín Jakobsdóttir forfallaðist

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mótmælendur hentu rauðu glimmeri yfir Bjarna Benediktsson utanríkisráðherra, á fundi sem haldinn var í Háskóla Íslands.

Fundur var haldinn í Veröld, húsi Vigdísar til að minnast 75 ára afmælis mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna. Mótmælendur mættu á fundinn og kröfðust þess að Ísland slíti stjórnmálasambandi sínu við Ísrael, setti viðskiptabann á landið og að flóttafólki frá Palestínu á Íslandi verði tafarlaust veitt hæli, vegna stríðsins á Gaza. Köstuðu mótmælendurnir rauðu glimmeri yfir Bjarna Benediktsson.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra átti að flytja opnunarávarp fundarins og taka þátt í pallborðsumræðum en forfallaðist samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu. Þá átti Bjarni að flytja lokaorðin.

- Auglýsing -

RÚV sagði fyrst frá málinu.

Yfirlýsing vegna málsins barst Mannlífi frá mótmælendum rétt í þessu og má lesa hana hér að neðan:

Á Gaza á sér stað þjóðarmorð! Og það eina sem íslensk stjórnvöld hafa sýnt í verki gagnvart þessum ólýsanlega hryllingi er að þau virða ekki Mannréttindayfirlýsinguna, sem þið þykist fagna í dag.

- Auglýsing -
Ríkisstjórn Íslands hefur viðurkennt Palestínu sem sjálfstætt ríki en aðhefst ekkert og segir ekkert! Við vitum samt að þið getið gripið til aðgerða. Við sáum það þegar Rússland réðst inn í Úkraínu. Hvers vegna ekki nú?
Með aðgerðarleysi samþykkir Ísland þjóðarmorð. En sinnuleysi ríkisstjórnarinnar gagnvart þjáningum Palestínufólks er svo mikið að á sama tíma og fordæmalaus fjöldamorð eru framin, er flóttafólki frá Palestínu vísað frá Íslandi. Nýlega var átta barna palestínskri móður brottvísað frá íslandi og nú viljið þið vísa tveimur fylgdarlasum drengjum á götuna í Grikklandi. Getur þessi ríkisstjórn sýnt meiri lágkúru og grimmd! Er botninum aldrei náð!
Við krefjumst þess að
1.     Ísland slíti stjórnmálasambandi við Ísrael strax
2.     að viðskiptabann verði sett á ísrael
3.     að palestínsku flóttafólki á Íslandi verði tafarlaust veitt alþjóðleg vernd og möguleika á fjölskyldusameiningu.
Þið sættið ykkur við loftárásir á spítala, flóttamannabúðir, skóla, fjöldamorð á óbreyttum borgurum, misþyrmingum og áður óséðum fjöldamorðum á fjölmiðlafólki, heilbrigðisstarfsfólki og fulltrúum alþjóðastofnanna.
Svo sitið þið hér og fagnið mannréttindasáttmálanum! Skammist ykkar!
Getur verið að það sé búið að brjóta meðalhófsregluna, Bjarni! Getur verið að þetta sé árás!
Sé íslenskum stjórnvöldum alvara um mikilvægi mannréttinda og andstöðu við stíðsglæpi ættuð þið að slíta stjórnmálasambandi og viðskiptasambandi við Ísrael.
Lifi frjáls Palestína!

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -