Þriðjudagur 28. janúar, 2025
-1.2 C
Reykjavik

Mótmælir mótmælunum – Vill herða reglur og auka landamæraeftirlit: „Þessar dapurlegu tjaldbúðir“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Það er hörmung að sjá tjaldbúðir við Austurvöll sem nú hafa staðið þar síðan 27. desember síðstliðinn. Það er óboðlegt með öllu að Reykjavíkurborg hafi gefið leyfi fyrir tjaldbúðunum á þessum helga stað milli styttunnar af Jóni Sigurðssyni og Alþingis,“ svo ritar Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra Íslands í nýrri færslu sem hann birti á samfélagsmiðlinum Facebook í kvöld. Bjarni virðist vera búinn að fá sig fullsaddan af mótmælunum og tilkynnir að næstu aðgerðir í hælisleitandamálum séu að herða reglur og auka landamæraeftirlit. Í færslunni dregur Bjarni tvo málaflokka undir sama hatt, það er að segja, mótmæli vegna þjóðarmorða í Gaza og öllum hælisleitendum á Íslandi.

Bjarni vandar ekki stjórnendum borgarinnar kveðjurnar, vegna framlengingu leyfisins til mótmælanna á Austurvelli, og segir í færslu sinni:

„Í gær beit Reykjavíkurborg höfuðið af skömminni með því að framlengja leyfið. Það má gera ráð fyrir að það hafi verið hugsað í þeim tilgangi að tryggja að tjöldin stæðu þarna að lágmarki fram yfir samkomudag þingsins í upphafi næstu viku.
Þessar dapurlegu tjaldbúðir hafa ekkert með hefðbundin mótmæli að gera sem löng hefð er fyrir að geti farið fram á Austurvelli. Í þessu tilviki hefur Reykjavíkurborg leyft því að gerast að hópur mótmælenda kemur sér í heilan mánuð fyrir með tjöldum og búnaði. Ég gef ekkert fyrir lítillega breytt skilyrði sem fylgja framlengingu leyfisins frá því í gær.“

Líður ekki fána Palestínu við Alþingi

Tjaldbúðirnar eru ekki eingöngu það sem truflar utanríkisráðherrann en svo virðist sem fánar mótmælanda fari ekki síður fyrir brjóstið á honum:

„Hópurinn flaggar þarna fjölda þjóðfána Palestínu og festir á ljósastaura og tjöld.
Engum ætti að líðast að flagga nokkrum þjóðfána fyrir framan Alþingi Íslands svo vikum skipti til að mótmæla íslenskum stjórnvöldum. Hvað þá að festa slíka fána á ljósastaura og annað lauslegt og láta þá hanga þar svo vikum skipti. Óskiljanlegt er að þetta hafi fengið að viðgangast og hvað þá að Reykjavíkurborg leggi sérstaka blessun yfir flöggun fánans við framlengingu leyfisins.“

Bjarni segist skilja áhyggjur og óvissu þeirra sem dvelja hér fjarri fjölskyldum sínum en brýnir fyrir fylgjendum sínum: „Hins vegar verður að muna að þeir sem mótmæla eru í landi sem fær margfalt fleiri umsóknir hælisleitenda en nágrannaríkin.“ Hann bendir jafnframt á að hærra hlutfall umsókna sé tekið til efnislegrar meðferðar hér með jákvæðri niðurstöðu.

- Auglýsing -

Áfram heldur Bjarni áfram með samanburð annarra Norðurlanda og gerir því í skóna að sá hópur sem standi fyrir mótmælunum krefjist meira en gangi og gerist í nágrannalöndum okkar: „Ekkert Norðurlandanna hefur tekið við fleiri Palestínumönnum en Ísland undanfarið og ekkert annað land hefur tekið til flýtimeðferðar beiðnir um fjölskyldusameiningar eftir 7. október. Þessi hópur krefst þess nú að íslensk stjórnvöld gangi einnig lengra en allar nágrannaþjóðir til þess að tryggja að það fólk komist frá Gaza.“

Vill herða reglur og auka eftirlit

Bjarni kveður kvæði sínu í kross og tilkynnir nýjar áherslur sem þurfi að gerast þegar komi að hælisleitendum á Íslandi:
„Það sem næst þarf að gerast í þessum málaflokki er að herða reglur um hælisleitendamál og samræma því sem gerist hjá nágrannaþjóðum. Auka þarf eftirlit á landamærum. Núverandi fyrirkomulag er algerlega komið úr böndunum, bæði varðandi kostnað og fjölda umsókna. Innviðir okkar komnir að þolmörkum og á því þingi sem tekur aftur til starfa á mánudaginn fram á sumar skiptir öllu að á þessum málum verði tekið af festu og öryggi.“

Telur Bjarni jafnframt að Alþingi hafi ítrekað brugðist með því að hafna tillögum dómsmálaráðherra sem hafa átt að taka á þessari stöðu. Þessu samhliða vill hann að styrkja lögregluna með því auka heimildir í baráttunni gegn brotastarfsemi, þar á meðal alþjóðlegri brotastarfsemi.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -