Nú standa yfir hávær mótmæli fyrir utan fund ríkisstjórnarinnar sem fer fram á Hverfisgötu en mikill fjöldi mótmælenda hefur safnast fyrir utan til að mótmæla meðferð stjórnvalda á Yazan Tamimi.
Yazan Tamimi er 11 ára gamall drengur sem glímir við sjaldgæfan vöðvarýrnunarsjúkdóm en til stendur að vísa honum af landi brott. Í gær var farið með Yazan upp á Keflavíkurflug og stóð til að koma honum í flug til Spánar en Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra Íslands, greip inn í stöðvaði það tímabundið. Komið hefur í ljós að Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, bað um að það yrði gert.