Um það bil helmingur fanga á Litla-Hrauni lögðu niður störf í gær í mótmælaskyni.
Greint frá því í gær að fangar á Litla-Hrauni væru ósáttir með þau laun sem þeir fá fyrir störf sem þeir sinna og fór þeir í verkfalli til að vekja athygli á málinu. Mótmælin fólust í því að leggja niður störf í gær og í dag. Munu fangar mæta aftur til vinnu eftir helgi. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga, sagði í samtali við RÚV að viðhorf til fanga sé að breytast til betra.
„Mér finnst vera betri viðbrögð í dag heldur en hefur verið í gegnum tíðina. Þetta er svona að breytast, virðist vera, umræðan og viðhorf fólks. Þannig að þó það sé erfitt og leiðinlegt að standa í svona fyrir alla aðila, þá hefur þetta gert gott fyrir umræðuna,“ sagði formaðurinn um málið. Hann sagðist glaður með að mótmælin hafi farið friðsamlega fram og vonast eftir því að laun fanga hækki þó að Afstaða hafi ekki verið beinn þátttakandi í verkfallinu.
„Og að menn séu byrjaðir að vinna aftur að hluta til. Auðvitað bíðum við eftir einhverjum niðurstöðum og við erum þarna einhvers staðar í miðjunni á þessu máli, þó við höfum kannski ekki tekið þátt í þessu ákalli. En við munum að sjálfsögðu hlutast til um að vera milligöngumenn.“