Föstudagur 25. október, 2024
0.5 C
Reykjavik

Mugison var handtekinn fyrir hjólastuld á Akureyri: „Þú ert nú meiri auminginn“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tónlistarmaðurinn Örn Elías Guðmundsson, sem allir þekkja sem Mugison, var til sjós áður en hann hellti sér út í tónlistina af alvöru í kringum aldamótin. Ferill hans til sjós hófst þegar hann flutt til Hríseyjar um það leyti sem hann hóf nám í 10. bekk grunnskóla.

Í viðtalinu segir Örn meðal annars frá afdrífaríkri fyllerísferð á Halló Akureyri hátíðina, eftir vel heppnaðan fiskitúr.

„Ég fór í land, með fulla vasa af peningum, á Halló Akureyri,“ byrjar Örn á að segja í upphaf sögunnar. Sagðist hann hafa hitt nokkra Flateyringa á hátíðnni og nefndi nokkra góða. „Ég og Rikki vinur minn erum að labba eitthvað, svo sjáum við svona hjól upp í runna. Það hafði einhver hent hjólum upp í runna. Svo við tökum hjólin og förum að hjóla aðeins. Svo förum við upp Gilið og erum aðeins að pústa þar upp með landabrúsann í vasanum. Og þá kemur löggan,“ segir Örn og hlær. „Og sveigir svona fyrir okkur. Og ég hugsa: „Ég ætla að stinga þá af“, en hann var fljótur að koma aftur fyrir. Og ég var handtekinn fyrir að stela þessu hjóli. Ég reyndi að útskýra, hvernig stelur maður því sem er stolið? Er maður ekki aðeins minna sekur? En við fórum samt upp á stöð en af því að ég var svo ungur, þá var hringt í forráðamann, pabba. Og hann er greinilega að tala við lögguna en ég sit bara rétt hjá löggunni. Klukkan var ekkert alltof margt, svona sjö, átta, á föstudegi. Og hann [lögreglumaðurinn – innskot blaðamanns.] er eitthvað að „bla, bla, það þarf nú að passa að svona unga menn, þeir leiðast oft út í …“ eitthvað svona tal,“ sagði Örn og hló aftur. „En svo segir hann „Heyrðu drengur, pabbi þinn ætlar eitthvað að tala við þig,“ og réttir mér símann. Og ég bjóst bara við að hann yrði brjálaður. En þá var hann í hláturskasti. Sagði „Þú ert nú meiri auminginn,“ og ég spyr pabba hvað hann meini með því.“ Pabbi Arnar svaraði: „Ég eiginlega vinn þessa keppni. Ég var nefnilega fyrir tuttugu árum á Akureyri, um Verslunarmannahelgi, á fylleríi og handtekinn á hjóli! Nema hvað að í skýrslunni minni stóð „honum til varnar eða til hóls, gaf hann stefnuljós í eltingaleiknum.“ Og það gerðir þú ekki helvítið þitt!“

Hið bráðskemmtilega viðtal má nálgast í heild sinni hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -