„Það er ekkert óeðlilegt við þetta enda er skólinn staðsettur úti í móa,“ sagði Vigdís Másdóttir, kynningarstjóri Listaháskóla Íslands, um músagang skólans, í samtali við Morgunblaðið.Heimildir herma að mikill músagangur sé í byggingu skólans í Laugarnesi en þar er sviðslistadeild, listkennsla og myndlistadeild skólans.
Telur Vigdís músaganginn eitt merki þess að LHÍ þurfi nauðsynlega nýtt húsnæði. Nemendur hafa lýst yfir óánægju sinni um gildrurnar sem notaðar eru í veiðar og þykja þær ómannúðlegar. Leita þau nú nýrra leiða í baráttunni við mýsnar.