Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.1 C
Reykjavik

My Ky Le ennþá ófundinn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er ennþá að leita að My Ky Le að sögn DV.is en ekkert er vitað um ferðir hans síðan á föstudag en hans var leitað með þyrlu í Skerjafirði samkvæmt mbl.is.

„Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir My Ky Le, 52 ára, en ekkert er vitað um ferðir hans frá því um hádegi á föstudag. My Ky Le, sem er til heimilis að Bústaðavegi 49 í Reykjavík, er tæplega 170 sm á hæð og 70-75 kg. Hann er svarthærður, með brún augu og húðflúr á vinstri handlegg. Ekki er vitað um klæðnað hans en líklegast er hann með derhúfu. Hann hefur yfir að ráða bifreiðinni FK-U20 sem er hvít Mazda 3 og sást til hennar nálægt Álftanesi síðdegis á föstudag.

Þau sem geta gefið upplýsingar um ferðir My Ky Le eru beðin um að hafa samband við lögregluna í síma 112.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -