Rúnar Freyr Júlíusson, leiðsögumaður hjá Geo Travel. náði mögnuðum ljósmyndum af furðuljósi á himnum í gærkvöldi.
Leiðsögumaðurinn Rúnar Freyr Júlíusson rak augun í stórfurðuleg ljós á himni nærri Mývatni, þar sem hann var að stíga úr út bíl sínum eftir norðurljósaskoðun.
„Hvað í ósköpunum var ég að sjá?“ skrifaði Rúnar Freyr inni á Facebook-grúppuna Norðurljósavaktin og birti þrjár ljósmyndir af furðuljósum á himni. Og hélt áfram:
„Myndir teknar á 3ja og 10 sekúndna shutter klukkan 01:03 í Mývatnssveit. Var bjart og grænn blær á þessu með berum augum. Leit í raun út eins og spírall af norðurljósum. Hvarf á bakvið sjóndeildarhringinn til Norðausturs.“
Svarið er annað en margir hefðu haldið því ekki náðust þarna ljósmyndir af geimverum, heldur af eldflaug SpaceX geimflaugafyrir Elon Musk, sem var að losa eldsneyti. Sævar Helgi Björnsson, eða Stjörnu-Sævar eins og hann er oftast kallaður, birti ljósmyndir Rúnars Freys á Facebook-grúppuna Stjörnufræðivefurinn og útskýringu á fyrirbærinu:
Þegar eldsneytið er losað var eldflaugin í um 500 km hæð yfir Jörðinni. Nógu hátt til þess að sólin nái að lýsa eldsneytið upp og sömuleiðis nógu hátt til þess að það hafi engin markverð áhrif á andrúmsloftið okkar. Útfjólbuláa ljósið frá sólinni brýtur eldsneytið á endanum niður. Eldflaugin snýst svo spíralmynstur birtist.“
Þá vitum við það!