Freyju nokkuri, íbúa í Mosfellsbænum, brá heldur betur í brún þegar hún kíkti út á veröndina sína í gærkvöldi. Þar beið hennar ansi óvæntur gestur og miðað við færslu hennar í hópi hverfsibúa á Facebook vissi hún varla sitt rjúkandi ráð:
„Hjálp.. hvítur minkur hangir í garðinum mínum… er bara í kósý. Hvað geri ég nú?“
Freyja tók myndband á veröndinni og birti það með færslunni. Það má finna hér neðst í fréttinni. Á meðan einhverjir Mosfellingar óska eftir því við Freyja að fá að eiga minkinn voru flestir á því að kalla þyrfti til meindýraeyði og aflífa dýrið. „Drepa helvítið“, „Þetta er plága sem annars drepur allt, og „Drepa hann eins og skot!!“ eru meðal ummæla bæjarbúa við færslu Freyju.
Á endanum segir Freyja frá því að hún hafi náð minknum í búr sem afhent var meindýraeyði.